Metnaðarfull menntastefna Samfylkingarinnar Skúli Helgason skrifar 10. maí 2018 10:00 Samfylkingin hefur sett menntamál í borginni í forgang með því að auka framlög um 9 milljarða að raungildi frá 2014. Forgangsverkefni er að bæta kjör starfsfólks og vinnuumhverfi og nú liggja fyrir drög að framsækinni menntastefnu Reykjavíkur til 2030 sem þúsundir aðila í skólasamfélaginu hafa tekið þátt í að móta.Leikskólar fyrir börn frá 12 mánaða aldri Samfylkingin hefur einn flokka lagt fram raunhæfa áætlun um hvernig við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Strax í haust fjölgar leikskólaplássum um nærri 200 m.a. með viðbótarhúsnæði við starfandi leikskóla og á næsta ári fjölgar þeim um 200 til viðbótar m.a. með tilkomu nýs Dalskóla. Á árunum 2020-2024 er svo ráðgert að nýir borgarreknir leikskólar rísi á nýbygginga- og þéttingarsvæðum, á Kirkjusandi, í Vatnsmýri, Vogabyggð og víðar. Alls fjölgar leikskólarýmum um 750-800 og þar með getum við boðið öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólavist í borginni innan 4-6 ára. Sjö nýjar ungbarnadeildir með sérhæfðri aðstöðu fyrir yngstu börnin bætast við í haust og verða þær þá fjórtán alls í öllum borgarhlutum. Samhliða þessu verður haldið áfram að bæta kjör og vinnuumhverfi kennara og starfsfólks leikskóla og vinna með ríkinu að því að fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám. Öflugra dagforeldrakerfi Við höfum líka skipulagt úrbætur á kerfi dagforeldraþjónustu í samráði við félög dagforeldra í borginni. Þær miða m.a. að því að auka gæði og öryggi þjónustunnar, tryggja húsnæðisstuðning, fagstuðning og fleira til að fjölga dagforeldrum og hvetja þá til að vinna saman í pörum og loks hækka niðurgreiðslur til foreldra.Jöfn tækifæri allra barna Jöfnuður í menntakerfinu er grundvallarmarkmið okkar jafnaðarmanna og brýnasta hlutverk okkar er að búa svo um hnútana að öll börn hafi jöfn tækifæri til menntunar og alhliða þroska en efnahagur og félagsleg staða foreldra setji ákveðnum börnum ekki stólinn fyrir dyrnar þegar kemur að tækifærum til þátttöku í fjölbreyttu skóla- og frístundastarfi. Mikilvægt er að einfalda allt fyrirkomulag sérkennslu og stuðnings og gera breytingar á fyrirkomulagi skólaþjónustunnar í þá veru að þjónusta við börn með sérstakar þarfir fari að mestu fram úti í skólunum. Stuðningur við börn á að miðast við þarfir þeirra en ekki vera háður læknisfræðilegum greiningum. Við viljum fjölga fagfólki sem starfi við hlið kennara í skólum að því að mæta fjölbreytilegum þörfum nemenda. Síðast en ekki síst viljum við að aukið fjármagn renni til skóla í hverfum þar sem er lágt menntunarstig foreldra og hátt hlutfall fólks sem býr við þröngan hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skúli Helgason Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur sett menntamál í borginni í forgang með því að auka framlög um 9 milljarða að raungildi frá 2014. Forgangsverkefni er að bæta kjör starfsfólks og vinnuumhverfi og nú liggja fyrir drög að framsækinni menntastefnu Reykjavíkur til 2030 sem þúsundir aðila í skólasamfélaginu hafa tekið þátt í að móta.Leikskólar fyrir börn frá 12 mánaða aldri Samfylkingin hefur einn flokka lagt fram raunhæfa áætlun um hvernig við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Strax í haust fjölgar leikskólaplássum um nærri 200 m.a. með viðbótarhúsnæði við starfandi leikskóla og á næsta ári fjölgar þeim um 200 til viðbótar m.a. með tilkomu nýs Dalskóla. Á árunum 2020-2024 er svo ráðgert að nýir borgarreknir leikskólar rísi á nýbygginga- og þéttingarsvæðum, á Kirkjusandi, í Vatnsmýri, Vogabyggð og víðar. Alls fjölgar leikskólarýmum um 750-800 og þar með getum við boðið öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólavist í borginni innan 4-6 ára. Sjö nýjar ungbarnadeildir með sérhæfðri aðstöðu fyrir yngstu börnin bætast við í haust og verða þær þá fjórtán alls í öllum borgarhlutum. Samhliða þessu verður haldið áfram að bæta kjör og vinnuumhverfi kennara og starfsfólks leikskóla og vinna með ríkinu að því að fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám. Öflugra dagforeldrakerfi Við höfum líka skipulagt úrbætur á kerfi dagforeldraþjónustu í samráði við félög dagforeldra í borginni. Þær miða m.a. að því að auka gæði og öryggi þjónustunnar, tryggja húsnæðisstuðning, fagstuðning og fleira til að fjölga dagforeldrum og hvetja þá til að vinna saman í pörum og loks hækka niðurgreiðslur til foreldra.Jöfn tækifæri allra barna Jöfnuður í menntakerfinu er grundvallarmarkmið okkar jafnaðarmanna og brýnasta hlutverk okkar er að búa svo um hnútana að öll börn hafi jöfn tækifæri til menntunar og alhliða þroska en efnahagur og félagsleg staða foreldra setji ákveðnum börnum ekki stólinn fyrir dyrnar þegar kemur að tækifærum til þátttöku í fjölbreyttu skóla- og frístundastarfi. Mikilvægt er að einfalda allt fyrirkomulag sérkennslu og stuðnings og gera breytingar á fyrirkomulagi skólaþjónustunnar í þá veru að þjónusta við börn með sérstakar þarfir fari að mestu fram úti í skólunum. Stuðningur við börn á að miðast við þarfir þeirra en ekki vera háður læknisfræðilegum greiningum. Við viljum fjölga fagfólki sem starfi við hlið kennara í skólum að því að mæta fjölbreytilegum þörfum nemenda. Síðast en ekki síst viljum við að aukið fjármagn renni til skóla í hverfum þar sem er lágt menntunarstig foreldra og hátt hlutfall fólks sem býr við þröngan hag.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun