Verndum Elliðárdalinn Guðrún Ágústsdóttir og René Biasone skrifar 11. maí 2018 10:00 Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þó að dalurinn sé inni í miðri borg og umkringdur þungum umferðargötum ríkir náttúruleg kyrrð í skóginum á eyjunni, laxinn stekkur upp ána og það er auðvelt að gleyma því að borgin sé í raun rétt handan við hornið. Hugmyndir um byggingarframkvæmdir í dalnum Í dag nýtur landið meðfram ánum ásamt eyjunum ákveðinnar verndar. Þetta verndarsvæði er að okkar mati of þröngt, og fyrirætlanir eru um framkvæmdir sem munu þrengja umtalsvert að dalnum. Alvarlegast teljum við að í sunnanverðum dalnum, meðfram Stekkjabakka, er hugmynd um stjórt og mikið fyrirtæki með verslun, veitingarekstri og starfsemi sem á að vera græn að hluta til, og það verður selt inn. Auðvitað verða þarna bílastæði og ef reksturinn á að geta gengið þá þarf marga viðskiptavini. Við teljum að starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis. Nú er rétt að muna að hugmyndin, sem var kynnt á aðalfundi Hollvinasamtaka Elliðárdalsins í síðustu viku, hefur ekki verið samþykkt af skipulagsráði Reykjavíkur. Fyrirtækið sem hefur fengið vilyrði fyrir lóðarúthlutun hefur ekki lagt fram endanlegar hugmyndir og þegar og ef þær berast og svæðið verður skipulagt munu nágrannar sem og allir Reykvíkingar geta gert athugasemdir. Það þarf að fara sér hægt og best væri að falla frá öllum hugmyndum um nýjan atvinnurekstur og uppbyggingu í dalnum. Í stað þess að þrengja að útivistarsvæðinu í Elliðárdal eigum við að stækka svæðið og vernda þannig dalinn fyrir frekari byggingaframkvæmdum. Nýjar göngu- og hjólaleiðir, nýjar brýr og bætt aðstaða laðar æ fleira fólk að dalnum. Þar er nú múgur og margmenni sem nýtur útivistar í þessari einstöku náttúruperlu. Notum „þróunarsvæðin“ til að styrkja dalinn Töluvert er af grænum svæðum á mörkum dalsins og nálægrar byggðar. Þessi svæði eru ýmist skilgreind sem opin svæði eða þróunarsvæði. Vissulega eru þessi svæði röskuð, en það má engu að síður endurheimta náttúrulegan gróður og landslag, eða einfaldlega skipuleggja þau sem almenningsgarða með fjölbreyttum leiksvæðum. Við eigum að tengja svæðið við Stekkjabakka við útivistarsvæðið í dalnum, planta trjám, leggja göngustíga og koma upp nestis- og grillaðstöðu. Við getum notað heita vatnið úr borholunum sem þar eru til þess að hita vaðlaug fyrir börn. Við getum búið til óræktargarð með njólabeðum og drullupollum þar sem krakkar geta leikið sér. Slíkur almenningsgarður milli ánna og íbúðarbyggðarinnar í Stekkjunum mun auka gildi Elliðaárdalsins og möguleika íbúanna til að njóta fjölbreyttrar útivistar í honum. Borgarfriðland frá heiðum út á Sundin Við í VG höfum talað fyrir því að friðlýst svæði innan borgarmarkanna verði stækkuð og nýjum bætt við. Net friðlýstra svæða gæti náð ofan af heiðunum austan borgarinnar og teygt sig út á Sundin, þar sem ósnertir hlutar strandlengjunnar og eyjarnar yrðu gerðir hluti af samfelldu Borgarfriðlandi. Elliðárdalurinn yrði burðarás slíks friðlands. Leggjum til hliðar áform um mannvirki sem þrengja að dalnum og rýra gæði hans. Útivistarsvæði á borð við Elliðárdalinn eru ómetanleg gæði sem eiga aðeins eftir að verða mikilvægari þegar fram líða stundir. Við eigum að vernda og styrkja þessi verðmæti. Við getum gert svo miklu betur í því að vernda grænu svæðin okkar í borginni. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Guðrún Ágústsdóttir, félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins, skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 René Biasone Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þó að dalurinn sé inni í miðri borg og umkringdur þungum umferðargötum ríkir náttúruleg kyrrð í skóginum á eyjunni, laxinn stekkur upp ána og það er auðvelt að gleyma því að borgin sé í raun rétt handan við hornið. Hugmyndir um byggingarframkvæmdir í dalnum Í dag nýtur landið meðfram ánum ásamt eyjunum ákveðinnar verndar. Þetta verndarsvæði er að okkar mati of þröngt, og fyrirætlanir eru um framkvæmdir sem munu þrengja umtalsvert að dalnum. Alvarlegast teljum við að í sunnanverðum dalnum, meðfram Stekkjabakka, er hugmynd um stjórt og mikið fyrirtæki með verslun, veitingarekstri og starfsemi sem á að vera græn að hluta til, og það verður selt inn. Auðvitað verða þarna bílastæði og ef reksturinn á að geta gengið þá þarf marga viðskiptavini. Við teljum að starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis. Nú er rétt að muna að hugmyndin, sem var kynnt á aðalfundi Hollvinasamtaka Elliðárdalsins í síðustu viku, hefur ekki verið samþykkt af skipulagsráði Reykjavíkur. Fyrirtækið sem hefur fengið vilyrði fyrir lóðarúthlutun hefur ekki lagt fram endanlegar hugmyndir og þegar og ef þær berast og svæðið verður skipulagt munu nágrannar sem og allir Reykvíkingar geta gert athugasemdir. Það þarf að fara sér hægt og best væri að falla frá öllum hugmyndum um nýjan atvinnurekstur og uppbyggingu í dalnum. Í stað þess að þrengja að útivistarsvæðinu í Elliðárdal eigum við að stækka svæðið og vernda þannig dalinn fyrir frekari byggingaframkvæmdum. Nýjar göngu- og hjólaleiðir, nýjar brýr og bætt aðstaða laðar æ fleira fólk að dalnum. Þar er nú múgur og margmenni sem nýtur útivistar í þessari einstöku náttúruperlu. Notum „þróunarsvæðin“ til að styrkja dalinn Töluvert er af grænum svæðum á mörkum dalsins og nálægrar byggðar. Þessi svæði eru ýmist skilgreind sem opin svæði eða þróunarsvæði. Vissulega eru þessi svæði röskuð, en það má engu að síður endurheimta náttúrulegan gróður og landslag, eða einfaldlega skipuleggja þau sem almenningsgarða með fjölbreyttum leiksvæðum. Við eigum að tengja svæðið við Stekkjabakka við útivistarsvæðið í dalnum, planta trjám, leggja göngustíga og koma upp nestis- og grillaðstöðu. Við getum notað heita vatnið úr borholunum sem þar eru til þess að hita vaðlaug fyrir börn. Við getum búið til óræktargarð með njólabeðum og drullupollum þar sem krakkar geta leikið sér. Slíkur almenningsgarður milli ánna og íbúðarbyggðarinnar í Stekkjunum mun auka gildi Elliðaárdalsins og möguleika íbúanna til að njóta fjölbreyttrar útivistar í honum. Borgarfriðland frá heiðum út á Sundin Við í VG höfum talað fyrir því að friðlýst svæði innan borgarmarkanna verði stækkuð og nýjum bætt við. Net friðlýstra svæða gæti náð ofan af heiðunum austan borgarinnar og teygt sig út á Sundin, þar sem ósnertir hlutar strandlengjunnar og eyjarnar yrðu gerðir hluti af samfelldu Borgarfriðlandi. Elliðárdalurinn yrði burðarás slíks friðlands. Leggjum til hliðar áform um mannvirki sem þrengja að dalnum og rýra gæði hans. Útivistarsvæði á borð við Elliðárdalinn eru ómetanleg gæði sem eiga aðeins eftir að verða mikilvægari þegar fram líða stundir. Við eigum að vernda og styrkja þessi verðmæti. Við getum gert svo miklu betur í því að vernda grænu svæðin okkar í borginni. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Guðrún Ágústsdóttir, félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins, skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun