Val verður vald þegar þú bætir við D-i Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 11. maí 2018 11:37 Valið er ein af meginstoðum í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsið til að velja. Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að veita einstaklingum tækifæri til þess að velja, velja það sem þeim hentar best. Við eigum að geta valið hvar við búum, hvernig við ferðumst á milli staða, hvar við göngum í skóla eða leitum eftir læknisþjónustu rétt eins og við veljum hverju við klæðumst og hvar við verslum. Valið færir valdið til fólksins og í því felst hið raunverulega lýðræði. Þegar við bjóðum upp á ólíka valkosti, með valinu, færist valdið til einstaklinganna. Það hlýtur því að vera verkefni stjórnmálanna að auka val fólksins. Ég hef stundum velt þessu fyrir mér í umræðunni um lýðræði. Það er mikilvægt að við aukum íbúalýðræði en það er til lítils að halda ógrynni samráðsfunda og íbúaþinga, eða opna vefsvæði, ef fólk getur svo ekki valið um fjölbreytta valkosti, hvort sem er í dagvistun, skólum, tómstundum, heilbrigðismálum eða annarri þjónustu.Samkeppni eykur gæði Samkeppni í hvaða mynd sem hún er hreyfir við kerfinu. Þegar ekki eru einstaklingar eða verkefni í áskrift, heldur valkostir og möguleikar á að leita annað, þá aukum við metnaðinn og um leið gæðin. Það má ekki vanmeta mikilvægi ólíkra valkosta og frelsið til að velja. Við megum aldrei gleyma því fyrir hverja þjónustan er, að kerfið er til fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir kerfið. Í Garðabæ höfum við lagt áherslu einmitt á þetta. Fjölbreytni og ólíka valkosti og þar vegur valið í skólamálum þyngst. Þetta skiptir máli. Í Garðabæ höfum við líka lagt áherslu á lága skatta. Og þrátt fyrir allt tal um að lægri sköttum fylgi minni þjónusta er þjónustan góð í Garðabæ. Það góð að íbúar í Garðabæ eru ánægðastir allra með þjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í mínum huga er ekki minnsti vafi á því að þetta grunnstef í stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan átt eins vel við og einmitt nú. Við eigum að lækka skatta, efla atvinnulífið og auka valkostir fyrir fjölskyldur í landinu.Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Valið er ein af meginstoðum í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsið til að velja. Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að veita einstaklingum tækifæri til þess að velja, velja það sem þeim hentar best. Við eigum að geta valið hvar við búum, hvernig við ferðumst á milli staða, hvar við göngum í skóla eða leitum eftir læknisþjónustu rétt eins og við veljum hverju við klæðumst og hvar við verslum. Valið færir valdið til fólksins og í því felst hið raunverulega lýðræði. Þegar við bjóðum upp á ólíka valkosti, með valinu, færist valdið til einstaklinganna. Það hlýtur því að vera verkefni stjórnmálanna að auka val fólksins. Ég hef stundum velt þessu fyrir mér í umræðunni um lýðræði. Það er mikilvægt að við aukum íbúalýðræði en það er til lítils að halda ógrynni samráðsfunda og íbúaþinga, eða opna vefsvæði, ef fólk getur svo ekki valið um fjölbreytta valkosti, hvort sem er í dagvistun, skólum, tómstundum, heilbrigðismálum eða annarri þjónustu.Samkeppni eykur gæði Samkeppni í hvaða mynd sem hún er hreyfir við kerfinu. Þegar ekki eru einstaklingar eða verkefni í áskrift, heldur valkostir og möguleikar á að leita annað, þá aukum við metnaðinn og um leið gæðin. Það má ekki vanmeta mikilvægi ólíkra valkosta og frelsið til að velja. Við megum aldrei gleyma því fyrir hverja þjónustan er, að kerfið er til fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir kerfið. Í Garðabæ höfum við lagt áherslu einmitt á þetta. Fjölbreytni og ólíka valkosti og þar vegur valið í skólamálum þyngst. Þetta skiptir máli. Í Garðabæ höfum við líka lagt áherslu á lága skatta. Og þrátt fyrir allt tal um að lægri sköttum fylgi minni þjónusta er þjónustan góð í Garðabæ. Það góð að íbúar í Garðabæ eru ánægðastir allra með þjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í mínum huga er ekki minnsti vafi á því að þetta grunnstef í stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan átt eins vel við og einmitt nú. Við eigum að lækka skatta, efla atvinnulífið og auka valkostir fyrir fjölskyldur í landinu.Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar