Almannagæði og félagsleg gæði Jón Tryggvi Jóhannsson skrifar 12. maí 2018 07:00 Það má greina mikla reiði og kergju í herbúðum flestra stéttarfélaga landsins um þessar mundir. Þessi reiði er að mestu leyti til komin vegna ákvarðana Kjararáðs um hækkanir á launum ýmissa hópa opinberra starfsmanna eins og t.d. þingmanna sem hækkuðu um 45%, skrifstofustjóra í ráðuneytum sem hækkuðu um 35% og einnig mætti nefna forseta Íslands og biskup Íslands. Þessar hækkanir settu síðan viðmið fyrir ríkisfyrirtæki sem hafa hækkað laun æðstu stjórnenda langt umfram það sem almenni vinnumarkaðurinn fékk. Stjórnendur stórfyrirækja hafa einnig tekið stærri sneið til sín og síðustu fréttir eru að laun forstjóra Hörpu hafi verið hækkuð um 20% á sama tíma og laun lægst launuðu starfsmanna Hörpu voru lækkuð í hagræðingarskyni.Hugtakið almannagæði í skilningi Steinars Holden Undanfarin fimm ár eða svo hefur verið í gangi vinna við að freista þess að koma á nýju kjarasamningslíkani fyrir Ísland að norrænni fyrirmynd og hefur mikið verið sótt í smiðju til Steinars Holden, prófessors við háskólann í Osló enda er hann mjög fróður um norrænan vinnumarkað. Hann skrifaði m.a. bráðabirgðaskýrslu sem bar heitið „Nýtt samningslíkan fyrir Ísland“. Í þessari skýrslu fjallar Holden um mikilvægi þess að atvinnurekendur og launafólk geri sér grein fyrir því að bestur árangur náist með hóflegum launahækkunum. Holden heldur því fram að með hóflegum launahækkunum verði til það sem hann kallar „almannagæði“, sem gagnist öllum. Það sé hins vegar skilyrði að almenn sátt sé um hinar hóflegu hækkanir og að þær skiptist jafnt á milli mismunandi hópa. Fróðlegt er að skoða allar þær hækkanir sem Kjararáð hefur bæði ákvarðað og valdið í samhengi við eftirfarandi skrif Holdens þar sem hann lýsir því hvað gerist ef hinum svokölluðu almannagæðum er misskipt. „Sú tilfinning að ákveðnir hópar fái óeðlilega stóran skerf af tekjum samfélagsins grefur undan sátt um hóflegar launahækkanir. Þar af leiðandi hafa efnahagsstefna stjórnvalda og ákvarðanir stjórnenda fyrirtækja mikilvægu hlutverki að gegna í að tryggja sátt um hóflega launaþróun. Hóflegar launahækkanir leiða af sér aukinn hagnað og það er mikilvægt að launafólk sjái þann hagnað skila sér í aukinni fjárfestingu og atvinnusköpun en ekki eingöngu í auknum arðgreiðslum og hærri launum æðstu stjórnenda fyrirtækjanna.“ Ríkisstjórnin hefur valið að leyfa hækkunum kjararáðs að standa þó svo að menn séu sammála um að þær séu langt umfram allt sem eðlilegt getur talist. Samkvæmt fræðum Steinars Holden hafa vissir hópar hér gengið í almannagæðin og tekið sér stærri sneið en þeim var ætlað. Afleiðingarnar eru að öll samstaða og samvinna rofnar og skilaboðin eru í raun þau að það er ekki til neitt sem heitir almannagæði því skilyrði þess að þau séu fyrir hendi er að allir fái notið þeirra jafnt. Vonandi er þó að gamla góða höfrungahlaupið verði ekki endurvakið með þessum röngu viðbrögðum ríkisstjórnarinnar því hin algera andstæða þess sem Holden skilgreinir sem almannagæði er einmitt höfrungahlaupið.Félagsleg réttindi Kjör launþega eru ekki eingöngu ákveðin með kjarasamningi á milli stéttarfélaga launþega og atvinnurekanda. Það má í raun segja að það séu þrír stórir aðilar sem ráða heildarkjörum launþega. Auk stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda er það svo ríkið sem oft hefur komið að kjarasamningum og liðkað fyrir með einum eða öðrum hætti. Í dag er staðan þannig að stéttarfélögin eru með margar kröfur sem snúa beint að ríkinu þar sem úrbóta er þörf varaðandi félagsleg gæði. Bent hefur verið á að vaxtabætur hafa verið lækkaðar undanfarin ár og barnabætur eru langt því frá fyrir öll börn því tekjuviðmið er strangt. Fæðingarorlof, kostnaður vegna heilsugæslu og skattbyrði lægstu launa eru einnig atriði sem snúa að ríkinu og skipta launþegana miklu máli. Einn málaflokkur sker sig þó mjög úr um þessar mundir en það eru húsnæðismálin og húsaleiga. Þjóðhagsráð er sá vettvangur þar sem þessir þrír stóru aðilar gætu hist ásamt sérfræðingum í stjórn peningamála og fjármála ríkisins. Hér geta fulltrúar launþega komið sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri í fundarherbergi þar sem er að finna alla þá aðila sem vinna þarf með til þess að koma á mikilvægum breytingum varðandi félagsleg réttindi og velferð svo sem skattamál, bótakerfi og húsnæðismál. ASÍ og VR hafa ákveðið að eiga ekki aðild að Þjóðhagsráði og er það meðal annars vegna viðbragða eða öllu heldur viðbragðsleysis ríkisstjórnarinnar við ákvörðunum Kjararáðs. Viðbrögð ASÍ og VR eru að vissu leyti skiljanleg því með því að leyfa ákvörðun Kjararáðs að standa hefur ríkisstjórnin tekið risastóran bita af almannagæðakökunni og það á sama tíma og stéttarfélögin í landinu hafa sýnt ofuraga í sínum samningum allt frá því í nóvember árið 2013 með því að þau hafa öll haldið sig innan 32% hækkunar frá þeim tíma og til ársloka 2018. Þrátt fyrir þessi mistök ríkisins ættu ASÍ og VR að gerast aðilar að Þjóðhagsráði því félagslegum réttindamálum verður best sinnt með því að eiga gott samtal í ráðinu. Með því að sniðganga Þjóðhagsráð er verið að kasta frá sér tækifæri til þess að hafa áhrif og koma sínum skoðunum að og á sama tíma að stuðla að upplausn á vinnumarkaði en slíkt gagnast engum. Höfundur er lögfræðingur og MS í mannauðsstjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Það má greina mikla reiði og kergju í herbúðum flestra stéttarfélaga landsins um þessar mundir. Þessi reiði er að mestu leyti til komin vegna ákvarðana Kjararáðs um hækkanir á launum ýmissa hópa opinberra starfsmanna eins og t.d. þingmanna sem hækkuðu um 45%, skrifstofustjóra í ráðuneytum sem hækkuðu um 35% og einnig mætti nefna forseta Íslands og biskup Íslands. Þessar hækkanir settu síðan viðmið fyrir ríkisfyrirtæki sem hafa hækkað laun æðstu stjórnenda langt umfram það sem almenni vinnumarkaðurinn fékk. Stjórnendur stórfyrirækja hafa einnig tekið stærri sneið til sín og síðustu fréttir eru að laun forstjóra Hörpu hafi verið hækkuð um 20% á sama tíma og laun lægst launuðu starfsmanna Hörpu voru lækkuð í hagræðingarskyni.Hugtakið almannagæði í skilningi Steinars Holden Undanfarin fimm ár eða svo hefur verið í gangi vinna við að freista þess að koma á nýju kjarasamningslíkani fyrir Ísland að norrænni fyrirmynd og hefur mikið verið sótt í smiðju til Steinars Holden, prófessors við háskólann í Osló enda er hann mjög fróður um norrænan vinnumarkað. Hann skrifaði m.a. bráðabirgðaskýrslu sem bar heitið „Nýtt samningslíkan fyrir Ísland“. Í þessari skýrslu fjallar Holden um mikilvægi þess að atvinnurekendur og launafólk geri sér grein fyrir því að bestur árangur náist með hóflegum launahækkunum. Holden heldur því fram að með hóflegum launahækkunum verði til það sem hann kallar „almannagæði“, sem gagnist öllum. Það sé hins vegar skilyrði að almenn sátt sé um hinar hóflegu hækkanir og að þær skiptist jafnt á milli mismunandi hópa. Fróðlegt er að skoða allar þær hækkanir sem Kjararáð hefur bæði ákvarðað og valdið í samhengi við eftirfarandi skrif Holdens þar sem hann lýsir því hvað gerist ef hinum svokölluðu almannagæðum er misskipt. „Sú tilfinning að ákveðnir hópar fái óeðlilega stóran skerf af tekjum samfélagsins grefur undan sátt um hóflegar launahækkanir. Þar af leiðandi hafa efnahagsstefna stjórnvalda og ákvarðanir stjórnenda fyrirtækja mikilvægu hlutverki að gegna í að tryggja sátt um hóflega launaþróun. Hóflegar launahækkanir leiða af sér aukinn hagnað og það er mikilvægt að launafólk sjái þann hagnað skila sér í aukinni fjárfestingu og atvinnusköpun en ekki eingöngu í auknum arðgreiðslum og hærri launum æðstu stjórnenda fyrirtækjanna.“ Ríkisstjórnin hefur valið að leyfa hækkunum kjararáðs að standa þó svo að menn séu sammála um að þær séu langt umfram allt sem eðlilegt getur talist. Samkvæmt fræðum Steinars Holden hafa vissir hópar hér gengið í almannagæðin og tekið sér stærri sneið en þeim var ætlað. Afleiðingarnar eru að öll samstaða og samvinna rofnar og skilaboðin eru í raun þau að það er ekki til neitt sem heitir almannagæði því skilyrði þess að þau séu fyrir hendi er að allir fái notið þeirra jafnt. Vonandi er þó að gamla góða höfrungahlaupið verði ekki endurvakið með þessum röngu viðbrögðum ríkisstjórnarinnar því hin algera andstæða þess sem Holden skilgreinir sem almannagæði er einmitt höfrungahlaupið.Félagsleg réttindi Kjör launþega eru ekki eingöngu ákveðin með kjarasamningi á milli stéttarfélaga launþega og atvinnurekanda. Það má í raun segja að það séu þrír stórir aðilar sem ráða heildarkjörum launþega. Auk stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda er það svo ríkið sem oft hefur komið að kjarasamningum og liðkað fyrir með einum eða öðrum hætti. Í dag er staðan þannig að stéttarfélögin eru með margar kröfur sem snúa beint að ríkinu þar sem úrbóta er þörf varaðandi félagsleg gæði. Bent hefur verið á að vaxtabætur hafa verið lækkaðar undanfarin ár og barnabætur eru langt því frá fyrir öll börn því tekjuviðmið er strangt. Fæðingarorlof, kostnaður vegna heilsugæslu og skattbyrði lægstu launa eru einnig atriði sem snúa að ríkinu og skipta launþegana miklu máli. Einn málaflokkur sker sig þó mjög úr um þessar mundir en það eru húsnæðismálin og húsaleiga. Þjóðhagsráð er sá vettvangur þar sem þessir þrír stóru aðilar gætu hist ásamt sérfræðingum í stjórn peningamála og fjármála ríkisins. Hér geta fulltrúar launþega komið sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri í fundarherbergi þar sem er að finna alla þá aðila sem vinna þarf með til þess að koma á mikilvægum breytingum varðandi félagsleg réttindi og velferð svo sem skattamál, bótakerfi og húsnæðismál. ASÍ og VR hafa ákveðið að eiga ekki aðild að Þjóðhagsráði og er það meðal annars vegna viðbragða eða öllu heldur viðbragðsleysis ríkisstjórnarinnar við ákvörðunum Kjararáðs. Viðbrögð ASÍ og VR eru að vissu leyti skiljanleg því með því að leyfa ákvörðun Kjararáðs að standa hefur ríkisstjórnin tekið risastóran bita af almannagæðakökunni og það á sama tíma og stéttarfélögin í landinu hafa sýnt ofuraga í sínum samningum allt frá því í nóvember árið 2013 með því að þau hafa öll haldið sig innan 32% hækkunar frá þeim tíma og til ársloka 2018. Þrátt fyrir þessi mistök ríkisins ættu ASÍ og VR að gerast aðilar að Þjóðhagsráði því félagslegum réttindamálum verður best sinnt með því að eiga gott samtal í ráðinu. Með því að sniðganga Þjóðhagsráð er verið að kasta frá sér tækifæri til þess að hafa áhrif og koma sínum skoðunum að og á sama tíma að stuðla að upplausn á vinnumarkaði en slíkt gagnast engum. Höfundur er lögfræðingur og MS í mannauðsstjórnun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun