Vantraust Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 15. maí 2018 07:15 Núverandi formaður VR hefur lengi haft það fyrir vana að ráðast heiftarlega að fólki sem valist hefur til forystu innan launþegahreyfingarinnar og grafa undan starfi þess, fyrir barðinu hafa ekki síst orðið fyrirrennarar hans hjá VR (Kristinn Örn, Stefán Einar, Ólafía) og forseti ASÍ. Einu foringjarnir sem virðast hafa staðið sig almennilega að hans dómi hafa verið hann sjálfur, Vilhjálmur á Akranesi og Aðalsteinn á Húsavík. Þeir þrír eru eftirlæti Útvarps Sögu. Og í hóp þremenninganna hefur nú bæst róttækur og skeleggur formaður Eflingar. Dropinn holar steininn. Síendurteknar ásakanir Ragnars Þórs í garð forystu ASÍ, og um leið alls starfsfólks á skrifstofu ASÍ, hafa sannarlega haft áhrif. Það getur enginn til lengdar setið undir meiðandi ummælum sem „virkir í athugasemdum“ bergmála síðan af enn meiri hörku. Ekki bætir heldur úr skák þegar gott fólk þegir og andmælir ekki ósanngjörnum málflutningi eins og hefur t.d. gerst með stjórn VR. Þar virðist varla neinn þora að áminna formanninn um að sýna kurteisi og sanngirni í samskiptum. Ragnar Þór Ingólfsson virðist jafnharðan gleyma því að hann er formaður í stóru og breiðu stéttarfélagi og að slíkri formennsku fylgja aðrar og meiri kröfur um ábyrgð en því hlutverki að vera vonlítill þingframbjóðandi fyrir Dögun eða bálreiður pistlahöfundur í dagblaði. Ef formaðurinn gírar ekki niður yfirgengilegan yfirlýsinga-, hótana- og frasastíl sinn er hætt við því að hratt gangi á inneign hans meðal þeirra félagsmanna VR sem ekki eru á sömu línu og hann og „læka“ ekki umhugsunarlítið allt sem formaðurinn lætur frá sér fara. Formaður VR hefur, án nokkurrar aðkomu stjórnar og trúnaðarráðs VR, boðað „formlegt“ vantraust á forseta ASÍ og er, þegar þetta er ritað, að safna liði á undirskriftalistann og segir að það muni „koma á óvart hverjir eru komnir á vagninn nú þegar af þeim formönnum sem ég hef rætt við“. Réttur vettvangur til að velja forseta ASÍ, eða koma núverandi forseta frá ef vilji er til þess, er í atkvæðagreiðslu á þingi ASÍ. Tækifæri til slíks er ekki langt undan því að næsta ASÍ-þing verður nú í haust. Kannski reynir Ragnar Þór Ingólfsson fyrir sér í þriðja sinn á þeim vettvangi? Það kæmi ekki óvart því hann er af einhverjum ástæðum steinhættur að tala fyrir því að VR gangi úr Landssambandi verslunarmanna og ASÍ. Það má vera að tími Ragnars Þórs sé loksins kominn og hann fái á þinginu umboð meirihlutans til að spreyta sig í embætti forseta.Höfundur situr í stjórn VR og er annar varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Núverandi formaður VR hefur lengi haft það fyrir vana að ráðast heiftarlega að fólki sem valist hefur til forystu innan launþegahreyfingarinnar og grafa undan starfi þess, fyrir barðinu hafa ekki síst orðið fyrirrennarar hans hjá VR (Kristinn Örn, Stefán Einar, Ólafía) og forseti ASÍ. Einu foringjarnir sem virðast hafa staðið sig almennilega að hans dómi hafa verið hann sjálfur, Vilhjálmur á Akranesi og Aðalsteinn á Húsavík. Þeir þrír eru eftirlæti Útvarps Sögu. Og í hóp þremenninganna hefur nú bæst róttækur og skeleggur formaður Eflingar. Dropinn holar steininn. Síendurteknar ásakanir Ragnars Þórs í garð forystu ASÍ, og um leið alls starfsfólks á skrifstofu ASÍ, hafa sannarlega haft áhrif. Það getur enginn til lengdar setið undir meiðandi ummælum sem „virkir í athugasemdum“ bergmála síðan af enn meiri hörku. Ekki bætir heldur úr skák þegar gott fólk þegir og andmælir ekki ósanngjörnum málflutningi eins og hefur t.d. gerst með stjórn VR. Þar virðist varla neinn þora að áminna formanninn um að sýna kurteisi og sanngirni í samskiptum. Ragnar Þór Ingólfsson virðist jafnharðan gleyma því að hann er formaður í stóru og breiðu stéttarfélagi og að slíkri formennsku fylgja aðrar og meiri kröfur um ábyrgð en því hlutverki að vera vonlítill þingframbjóðandi fyrir Dögun eða bálreiður pistlahöfundur í dagblaði. Ef formaðurinn gírar ekki niður yfirgengilegan yfirlýsinga-, hótana- og frasastíl sinn er hætt við því að hratt gangi á inneign hans meðal þeirra félagsmanna VR sem ekki eru á sömu línu og hann og „læka“ ekki umhugsunarlítið allt sem formaðurinn lætur frá sér fara. Formaður VR hefur, án nokkurrar aðkomu stjórnar og trúnaðarráðs VR, boðað „formlegt“ vantraust á forseta ASÍ og er, þegar þetta er ritað, að safna liði á undirskriftalistann og segir að það muni „koma á óvart hverjir eru komnir á vagninn nú þegar af þeim formönnum sem ég hef rætt við“. Réttur vettvangur til að velja forseta ASÍ, eða koma núverandi forseta frá ef vilji er til þess, er í atkvæðagreiðslu á þingi ASÍ. Tækifæri til slíks er ekki langt undan því að næsta ASÍ-þing verður nú í haust. Kannski reynir Ragnar Þór Ingólfsson fyrir sér í þriðja sinn á þeim vettvangi? Það kæmi ekki óvart því hann er af einhverjum ástæðum steinhættur að tala fyrir því að VR gangi úr Landssambandi verslunarmanna og ASÍ. Það má vera að tími Ragnars Þórs sé loksins kominn og hann fái á þinginu umboð meirihlutans til að spreyta sig í embætti forseta.Höfundur situr í stjórn VR og er annar varaforseti ASÍ.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun