Gæludýraeigendur í Kópavogi hafa ástæðu til að fagna Kristín Sævarsdóttir skrifar 15. maí 2018 08:00 Á fundi Velferðarráðs 9.apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum Kópavogsbæjar. Afgreiðslu tillögunnar var frestað og hún lögð aftur fram í dag og hún samþykkt. Það er mikið fagnaðarefni fyrir gæludýraeigendur og dýravini því sá hópur þekkir tímana tvenna í aðstöðu og umræðu um gæludýrahaldi í þéttbýli. Tillagan er svona og byggir á því að sömu reglur gildi fyrir íbúa í félagslegu húsnæði og aðra íbúa bæjarins: "Leyfilegt verði að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Kópavogsbæjar. Leyfið verði háð eftirfarandi skilyrðum: a) Sé um sameiginlegan inngang að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. (skv lögum um fjöleignarhús og reglum um katta- og hundahald í Kópavogi). b) Hunda- og kattahald í félagslegum íbúðum með sérinngangi er leyfilegt."Bann við hundahaldi – muniði eftir því?Það er ekki ýkja langt síðan hundahald var bannað á höfuðborgarsvæðinu en í dag finnst mörgum það mjög fjarstæðukennt og nú búum við m.a.s. svo vel að geta farið með gæludýr í Strætó auk þess sem stutt er í að veitingahús bjóði hunda og ketti velkomna með eigendunum. Þetta eru mjög mikilvægar breytingar og tímanna tákn. Hundar eða kettir búa á um 36% heimila í landinu og æ fleiri geta ekki hugsað sér lífið án þess að ferfætlingur sé hluti af fjölskyldumyndinni. Margir telja að það að halda gæludýr auki á lífsgæði fjölskyldna og veiti gleði. Á hjúkrunarheimilum stendur Rauði krossinn fyrir heimsóknum gæludýra sem oft nýtast vel þegar fólk á við elliglöp eða minnissjúkdóma að stríða og hefur það reynst vel. Einnig hafa hundar verið nýttir til að vinna með einhverfum börnum og börnum sem búa við ýmis konar fötlun. Rannsóknir hafa sýnt að kettir hafa róandi áhrif á fólk og umgengni við ketti getur dregið úr streitu. Almennt er þannig viðurkennt að það geti bætt heilsu fólks að umgangast hunda og ketti. Þeir sem gagnrýnt hafa tillöguna og almennt vilja viðhalda ströngum reglum um gæludýrahald í fjölbýli hafa haft áhyggjur af því að kostnaður við þrif og viðhald á félagslegum íbúum bæjarins muni aukast og að fólk sé misjafnlega hæft til að hugsa um dýrin sín og að það geti orðið til þess að miklir árekstrar geti orðið á milli gæludýraeigenda í félagslegum íbúðum og nágranna. Ennfremur hafa menn nefnt það að ofnæmi, t.d. gegn köttum geti valdið miklum óþægindum fyrir þá sem fá slíkri íbúð úthlutað. Öll þessi rök þekkja gæludýraeigendur vel í úr umræðum um gæludýrahald, en allt þetta má hrekja, ef allrar sanngirni er gætt.Ég geri ekki lítið úr ofnæmiÞað er ljóst að einhverjir hafa ofnæmi fyrir hundum og/eða köttum og ég geri alls ekki lítið úr slíku. Þess vegna gerir tillagan ráð fyrir að ef inngangur eða stigagangur er sameiginlegur þurfi samþykki 2/3 hluta íbúa. Ef hins vegar um sérinngang er að ræða eru engar líkur á ofnæmisviðbrögðum nágranna þar sem samvistir eða návist við dýr undir sama þaki er ekki fyrir hendi. Margt fólk sem býr í félagslegu húsnæði af einhverju tagi býr við félagslega einangrun og finnur fyrir einmanaleika. Með gæludýr á heimilinu má hjálpa til við að rjúfa þá einangrun og stuðla þannig að betri líðan fólks sem býr við þessar aðstæður. Hvað er framundan?Tillaga mín um leyfi til að halda gæludýr í félagslegu húsnæði Kópavogsbæjar hefur verið samþykkt í Velferðarráði og nú bíð ég þess að bæjarstjórn staðfesti tillöguna á næsta bæjarstjórnarfundi. Við í Samfylkingunni í Kópavogi teljum það á allan máta sanngjarnt og eðlilegt að leigjendur í félagslegu húsnæði búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar sveitarfélagsins. Við vonum að bæjarstjórn staðfesti tillöguna og að önnur sveitarfélög og húsfélög sem byggja á félagslegum grunni geri tillöguna að sinni og auki þar með á jafnrétti gæludýraeigenda um allt land.Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Á fundi Velferðarráðs 9.apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum Kópavogsbæjar. Afgreiðslu tillögunnar var frestað og hún lögð aftur fram í dag og hún samþykkt. Það er mikið fagnaðarefni fyrir gæludýraeigendur og dýravini því sá hópur þekkir tímana tvenna í aðstöðu og umræðu um gæludýrahaldi í þéttbýli. Tillagan er svona og byggir á því að sömu reglur gildi fyrir íbúa í félagslegu húsnæði og aðra íbúa bæjarins: "Leyfilegt verði að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Kópavogsbæjar. Leyfið verði háð eftirfarandi skilyrðum: a) Sé um sameiginlegan inngang að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. (skv lögum um fjöleignarhús og reglum um katta- og hundahald í Kópavogi). b) Hunda- og kattahald í félagslegum íbúðum með sérinngangi er leyfilegt."Bann við hundahaldi – muniði eftir því?Það er ekki ýkja langt síðan hundahald var bannað á höfuðborgarsvæðinu en í dag finnst mörgum það mjög fjarstæðukennt og nú búum við m.a.s. svo vel að geta farið með gæludýr í Strætó auk þess sem stutt er í að veitingahús bjóði hunda og ketti velkomna með eigendunum. Þetta eru mjög mikilvægar breytingar og tímanna tákn. Hundar eða kettir búa á um 36% heimila í landinu og æ fleiri geta ekki hugsað sér lífið án þess að ferfætlingur sé hluti af fjölskyldumyndinni. Margir telja að það að halda gæludýr auki á lífsgæði fjölskyldna og veiti gleði. Á hjúkrunarheimilum stendur Rauði krossinn fyrir heimsóknum gæludýra sem oft nýtast vel þegar fólk á við elliglöp eða minnissjúkdóma að stríða og hefur það reynst vel. Einnig hafa hundar verið nýttir til að vinna með einhverfum börnum og börnum sem búa við ýmis konar fötlun. Rannsóknir hafa sýnt að kettir hafa róandi áhrif á fólk og umgengni við ketti getur dregið úr streitu. Almennt er þannig viðurkennt að það geti bætt heilsu fólks að umgangast hunda og ketti. Þeir sem gagnrýnt hafa tillöguna og almennt vilja viðhalda ströngum reglum um gæludýrahald í fjölbýli hafa haft áhyggjur af því að kostnaður við þrif og viðhald á félagslegum íbúum bæjarins muni aukast og að fólk sé misjafnlega hæft til að hugsa um dýrin sín og að það geti orðið til þess að miklir árekstrar geti orðið á milli gæludýraeigenda í félagslegum íbúðum og nágranna. Ennfremur hafa menn nefnt það að ofnæmi, t.d. gegn köttum geti valdið miklum óþægindum fyrir þá sem fá slíkri íbúð úthlutað. Öll þessi rök þekkja gæludýraeigendur vel í úr umræðum um gæludýrahald, en allt þetta má hrekja, ef allrar sanngirni er gætt.Ég geri ekki lítið úr ofnæmiÞað er ljóst að einhverjir hafa ofnæmi fyrir hundum og/eða köttum og ég geri alls ekki lítið úr slíku. Þess vegna gerir tillagan ráð fyrir að ef inngangur eða stigagangur er sameiginlegur þurfi samþykki 2/3 hluta íbúa. Ef hins vegar um sérinngang er að ræða eru engar líkur á ofnæmisviðbrögðum nágranna þar sem samvistir eða návist við dýr undir sama þaki er ekki fyrir hendi. Margt fólk sem býr í félagslegu húsnæði af einhverju tagi býr við félagslega einangrun og finnur fyrir einmanaleika. Með gæludýr á heimilinu má hjálpa til við að rjúfa þá einangrun og stuðla þannig að betri líðan fólks sem býr við þessar aðstæður. Hvað er framundan?Tillaga mín um leyfi til að halda gæludýr í félagslegu húsnæði Kópavogsbæjar hefur verið samþykkt í Velferðarráði og nú bíð ég þess að bæjarstjórn staðfesti tillöguna á næsta bæjarstjórnarfundi. Við í Samfylkingunni í Kópavogi teljum það á allan máta sanngjarnt og eðlilegt að leigjendur í félagslegu húsnæði búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar sveitarfélagsins. Við vonum að bæjarstjórn staðfesti tillöguna og að önnur sveitarfélög og húsfélög sem byggja á félagslegum grunni geri tillöguna að sinni og auki þar með á jafnrétti gæludýraeigenda um allt land.Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar