Gæludýraeigendur í Kópavogi hafa ástæðu til að fagna Kristín Sævarsdóttir skrifar 15. maí 2018 08:00 Á fundi Velferðarráðs 9.apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum Kópavogsbæjar. Afgreiðslu tillögunnar var frestað og hún lögð aftur fram í dag og hún samþykkt. Það er mikið fagnaðarefni fyrir gæludýraeigendur og dýravini því sá hópur þekkir tímana tvenna í aðstöðu og umræðu um gæludýrahaldi í þéttbýli. Tillagan er svona og byggir á því að sömu reglur gildi fyrir íbúa í félagslegu húsnæði og aðra íbúa bæjarins: "Leyfilegt verði að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Kópavogsbæjar. Leyfið verði háð eftirfarandi skilyrðum: a) Sé um sameiginlegan inngang að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. (skv lögum um fjöleignarhús og reglum um katta- og hundahald í Kópavogi). b) Hunda- og kattahald í félagslegum íbúðum með sérinngangi er leyfilegt."Bann við hundahaldi – muniði eftir því?Það er ekki ýkja langt síðan hundahald var bannað á höfuðborgarsvæðinu en í dag finnst mörgum það mjög fjarstæðukennt og nú búum við m.a.s. svo vel að geta farið með gæludýr í Strætó auk þess sem stutt er í að veitingahús bjóði hunda og ketti velkomna með eigendunum. Þetta eru mjög mikilvægar breytingar og tímanna tákn. Hundar eða kettir búa á um 36% heimila í landinu og æ fleiri geta ekki hugsað sér lífið án þess að ferfætlingur sé hluti af fjölskyldumyndinni. Margir telja að það að halda gæludýr auki á lífsgæði fjölskyldna og veiti gleði. Á hjúkrunarheimilum stendur Rauði krossinn fyrir heimsóknum gæludýra sem oft nýtast vel þegar fólk á við elliglöp eða minnissjúkdóma að stríða og hefur það reynst vel. Einnig hafa hundar verið nýttir til að vinna með einhverfum börnum og börnum sem búa við ýmis konar fötlun. Rannsóknir hafa sýnt að kettir hafa róandi áhrif á fólk og umgengni við ketti getur dregið úr streitu. Almennt er þannig viðurkennt að það geti bætt heilsu fólks að umgangast hunda og ketti. Þeir sem gagnrýnt hafa tillöguna og almennt vilja viðhalda ströngum reglum um gæludýrahald í fjölbýli hafa haft áhyggjur af því að kostnaður við þrif og viðhald á félagslegum íbúum bæjarins muni aukast og að fólk sé misjafnlega hæft til að hugsa um dýrin sín og að það geti orðið til þess að miklir árekstrar geti orðið á milli gæludýraeigenda í félagslegum íbúðum og nágranna. Ennfremur hafa menn nefnt það að ofnæmi, t.d. gegn köttum geti valdið miklum óþægindum fyrir þá sem fá slíkri íbúð úthlutað. Öll þessi rök þekkja gæludýraeigendur vel í úr umræðum um gæludýrahald, en allt þetta má hrekja, ef allrar sanngirni er gætt.Ég geri ekki lítið úr ofnæmiÞað er ljóst að einhverjir hafa ofnæmi fyrir hundum og/eða köttum og ég geri alls ekki lítið úr slíku. Þess vegna gerir tillagan ráð fyrir að ef inngangur eða stigagangur er sameiginlegur þurfi samþykki 2/3 hluta íbúa. Ef hins vegar um sérinngang er að ræða eru engar líkur á ofnæmisviðbrögðum nágranna þar sem samvistir eða návist við dýr undir sama þaki er ekki fyrir hendi. Margt fólk sem býr í félagslegu húsnæði af einhverju tagi býr við félagslega einangrun og finnur fyrir einmanaleika. Með gæludýr á heimilinu má hjálpa til við að rjúfa þá einangrun og stuðla þannig að betri líðan fólks sem býr við þessar aðstæður. Hvað er framundan?Tillaga mín um leyfi til að halda gæludýr í félagslegu húsnæði Kópavogsbæjar hefur verið samþykkt í Velferðarráði og nú bíð ég þess að bæjarstjórn staðfesti tillöguna á næsta bæjarstjórnarfundi. Við í Samfylkingunni í Kópavogi teljum það á allan máta sanngjarnt og eðlilegt að leigjendur í félagslegu húsnæði búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar sveitarfélagsins. Við vonum að bæjarstjórn staðfesti tillöguna og að önnur sveitarfélög og húsfélög sem byggja á félagslegum grunni geri tillöguna að sinni og auki þar með á jafnrétti gæludýraeigenda um allt land.Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Á fundi Velferðarráðs 9.apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum Kópavogsbæjar. Afgreiðslu tillögunnar var frestað og hún lögð aftur fram í dag og hún samþykkt. Það er mikið fagnaðarefni fyrir gæludýraeigendur og dýravini því sá hópur þekkir tímana tvenna í aðstöðu og umræðu um gæludýrahaldi í þéttbýli. Tillagan er svona og byggir á því að sömu reglur gildi fyrir íbúa í félagslegu húsnæði og aðra íbúa bæjarins: "Leyfilegt verði að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Kópavogsbæjar. Leyfið verði háð eftirfarandi skilyrðum: a) Sé um sameiginlegan inngang að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. (skv lögum um fjöleignarhús og reglum um katta- og hundahald í Kópavogi). b) Hunda- og kattahald í félagslegum íbúðum með sérinngangi er leyfilegt."Bann við hundahaldi – muniði eftir því?Það er ekki ýkja langt síðan hundahald var bannað á höfuðborgarsvæðinu en í dag finnst mörgum það mjög fjarstæðukennt og nú búum við m.a.s. svo vel að geta farið með gæludýr í Strætó auk þess sem stutt er í að veitingahús bjóði hunda og ketti velkomna með eigendunum. Þetta eru mjög mikilvægar breytingar og tímanna tákn. Hundar eða kettir búa á um 36% heimila í landinu og æ fleiri geta ekki hugsað sér lífið án þess að ferfætlingur sé hluti af fjölskyldumyndinni. Margir telja að það að halda gæludýr auki á lífsgæði fjölskyldna og veiti gleði. Á hjúkrunarheimilum stendur Rauði krossinn fyrir heimsóknum gæludýra sem oft nýtast vel þegar fólk á við elliglöp eða minnissjúkdóma að stríða og hefur það reynst vel. Einnig hafa hundar verið nýttir til að vinna með einhverfum börnum og börnum sem búa við ýmis konar fötlun. Rannsóknir hafa sýnt að kettir hafa róandi áhrif á fólk og umgengni við ketti getur dregið úr streitu. Almennt er þannig viðurkennt að það geti bætt heilsu fólks að umgangast hunda og ketti. Þeir sem gagnrýnt hafa tillöguna og almennt vilja viðhalda ströngum reglum um gæludýrahald í fjölbýli hafa haft áhyggjur af því að kostnaður við þrif og viðhald á félagslegum íbúum bæjarins muni aukast og að fólk sé misjafnlega hæft til að hugsa um dýrin sín og að það geti orðið til þess að miklir árekstrar geti orðið á milli gæludýraeigenda í félagslegum íbúðum og nágranna. Ennfremur hafa menn nefnt það að ofnæmi, t.d. gegn köttum geti valdið miklum óþægindum fyrir þá sem fá slíkri íbúð úthlutað. Öll þessi rök þekkja gæludýraeigendur vel í úr umræðum um gæludýrahald, en allt þetta má hrekja, ef allrar sanngirni er gætt.Ég geri ekki lítið úr ofnæmiÞað er ljóst að einhverjir hafa ofnæmi fyrir hundum og/eða köttum og ég geri alls ekki lítið úr slíku. Þess vegna gerir tillagan ráð fyrir að ef inngangur eða stigagangur er sameiginlegur þurfi samþykki 2/3 hluta íbúa. Ef hins vegar um sérinngang er að ræða eru engar líkur á ofnæmisviðbrögðum nágranna þar sem samvistir eða návist við dýr undir sama þaki er ekki fyrir hendi. Margt fólk sem býr í félagslegu húsnæði af einhverju tagi býr við félagslega einangrun og finnur fyrir einmanaleika. Með gæludýr á heimilinu má hjálpa til við að rjúfa þá einangrun og stuðla þannig að betri líðan fólks sem býr við þessar aðstæður. Hvað er framundan?Tillaga mín um leyfi til að halda gæludýr í félagslegu húsnæði Kópavogsbæjar hefur verið samþykkt í Velferðarráði og nú bíð ég þess að bæjarstjórn staðfesti tillöguna á næsta bæjarstjórnarfundi. Við í Samfylkingunni í Kópavogi teljum það á allan máta sanngjarnt og eðlilegt að leigjendur í félagslegu húsnæði búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar sveitarfélagsins. Við vonum að bæjarstjórn staðfesti tillöguna og að önnur sveitarfélög og húsfélög sem byggja á félagslegum grunni geri tillöguna að sinni og auki þar með á jafnrétti gæludýraeigenda um allt land.Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun