Ráðherra saknar virkrar samkeppni í raforkusölu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2018 11:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00