Innflytjendur og heilbrigðisþjónustan á Íslandi, hugmynd að úrbótum Rut Sigurjónsdóttir skrifar 16. maí 2018 22:17 Nýlegar rannsóknir benda til þess að ákveðnir samfélagshópar líkt og innflytjendur búi við skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu, á heimsvísu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni innflytjenda og útlendinga frá árinu 2015, kemur fram að tillögur til úrbóta í aðlögunarmálum innflytjenda á Íslandi, hafi fyrst komið fram árið 2005. Í þeirri umfjöllun kom meðal annars fram að brýn þörf væri á að tryggja innflytjendum jafnan aðgang að mörgum sviðum innan samfélagsins og var heilbrigðisþjónustan ofarlega á þeim lista. Þrettán árum síðar má leiða líkum að því að þörfin fyrir bætt aðgengi innflytjenda að íslenskri heilbrigðisþjónustu hafi aukist enn frekar. Sérstaklega með þá staðreynd í huga að innflytjendum hefur fjölgað talsvert mikið síðastliðin tíu ár, nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands benda til þess, að þeir séu einn af hverjum tíu íbúum á Íslandi í dag. Til að skoða aðstæður innflytjenda varðandi aðgengi að upplýsingum í heilbrigðisþjónustu, ákvað hjúkrunarfræðingur að gera óformlega könnun á heimasíðum helstu heilbrigðisstofnana á Íslandi. Skoðaðar voru heimasíður Landspítalans háskólasjúkrahúss, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Sjúkrahússins á Akureyri og einnig Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, með það markmið í huga að finna efni sem tengdist innflytjendum á einhvern hátt. Þegar heimasíðurnar voru skoðaðar með tilliti til efnis um innflytjendur, var orðið „innflytjendur“ slegið inn í leitarvél viðkomandi stofnunar. Á heimasíðu Landspítalans má sjá að að boðið er upp á túlkaþjónustu fyrir innflytjendur og þá er að finna einn hlekk á bækling um lungnakrabbamein á pólsku. Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands finnst ekkert efni um innflytjendur fyrir utan hlekk á heimasíðu Fjölmenningasetursins. Á heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er einnig lítið að finna um innflytjendur, fyrir utan auglýsingar um fæðingarfræðslunámskeið á ensku og pólsku. Á heimasíðu Sjúkrahússins á Akureyri finnst ekkert um innflytjendur. Allar heimasíðurnar bjóða upp á möguleikann á að setja efni síðunnar yfir á ensku, fyrir utan íslensku. Þá býður Landspítalinn einnig upp á færeysku og Heilbrigðisstofnun Suðurlands býður upp á sænsku. Helstu niðurstöður leitarinnar benda til þess að, lítið efni sé að finna um og fyrir innflytjendur. Það gefur augaleið að helstu heilbrigðisstofnannir landsins geta gert mikið betur hvað varðar aðgengi upplýsinga á heimasíðum þeirra fyrir innflytjendur. Þörf er á að þýða heimasíðurnar yfir á fleiri tungumál til þess að tryggja innflytjendum betra aðgengi að upplýsingum heilbrigðisstofnana. Í nýlegum gögnum frá Hagstofu Íslands kemur fram að Pólverjar, Litháar og Filippseyingar, séu meðal fjölmennustu innflytjenda hér á landi. Hér er lagt til að það væri ef til vill gagnlegt að byrja á að þýða heimasíður stofnana yfir á þessi tungumál, til að tryggja enn betra aðgengi að heilbrigðisþjónustunni á Íslandi fyrir innflytjendur. Það er augljóst að tungumálakunnátta getur verið hamlandi þáttur fyrir innflytjendur. Með þessu móti gætu innflytjendur leitað betur að upplýsingum hvað varðar íslenska heilbrigðisþjónustu og þannig verið betur upplýstir hvaða þjónusta stendur þeim til boða hér á landi og hvert þeir eigi að leita þegar veikindi steðja að.Höfundur greinarinnar er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nýlegar rannsóknir benda til þess að ákveðnir samfélagshópar líkt og innflytjendur búi við skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu, á heimsvísu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni innflytjenda og útlendinga frá árinu 2015, kemur fram að tillögur til úrbóta í aðlögunarmálum innflytjenda á Íslandi, hafi fyrst komið fram árið 2005. Í þeirri umfjöllun kom meðal annars fram að brýn þörf væri á að tryggja innflytjendum jafnan aðgang að mörgum sviðum innan samfélagsins og var heilbrigðisþjónustan ofarlega á þeim lista. Þrettán árum síðar má leiða líkum að því að þörfin fyrir bætt aðgengi innflytjenda að íslenskri heilbrigðisþjónustu hafi aukist enn frekar. Sérstaklega með þá staðreynd í huga að innflytjendum hefur fjölgað talsvert mikið síðastliðin tíu ár, nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands benda til þess, að þeir séu einn af hverjum tíu íbúum á Íslandi í dag. Til að skoða aðstæður innflytjenda varðandi aðgengi að upplýsingum í heilbrigðisþjónustu, ákvað hjúkrunarfræðingur að gera óformlega könnun á heimasíðum helstu heilbrigðisstofnana á Íslandi. Skoðaðar voru heimasíður Landspítalans háskólasjúkrahúss, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Sjúkrahússins á Akureyri og einnig Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, með það markmið í huga að finna efni sem tengdist innflytjendum á einhvern hátt. Þegar heimasíðurnar voru skoðaðar með tilliti til efnis um innflytjendur, var orðið „innflytjendur“ slegið inn í leitarvél viðkomandi stofnunar. Á heimasíðu Landspítalans má sjá að að boðið er upp á túlkaþjónustu fyrir innflytjendur og þá er að finna einn hlekk á bækling um lungnakrabbamein á pólsku. Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands finnst ekkert efni um innflytjendur fyrir utan hlekk á heimasíðu Fjölmenningasetursins. Á heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er einnig lítið að finna um innflytjendur, fyrir utan auglýsingar um fæðingarfræðslunámskeið á ensku og pólsku. Á heimasíðu Sjúkrahússins á Akureyri finnst ekkert um innflytjendur. Allar heimasíðurnar bjóða upp á möguleikann á að setja efni síðunnar yfir á ensku, fyrir utan íslensku. Þá býður Landspítalinn einnig upp á færeysku og Heilbrigðisstofnun Suðurlands býður upp á sænsku. Helstu niðurstöður leitarinnar benda til þess að, lítið efni sé að finna um og fyrir innflytjendur. Það gefur augaleið að helstu heilbrigðisstofnannir landsins geta gert mikið betur hvað varðar aðgengi upplýsinga á heimasíðum þeirra fyrir innflytjendur. Þörf er á að þýða heimasíðurnar yfir á fleiri tungumál til þess að tryggja innflytjendum betra aðgengi að upplýsingum heilbrigðisstofnana. Í nýlegum gögnum frá Hagstofu Íslands kemur fram að Pólverjar, Litháar og Filippseyingar, séu meðal fjölmennustu innflytjenda hér á landi. Hér er lagt til að það væri ef til vill gagnlegt að byrja á að þýða heimasíður stofnana yfir á þessi tungumál, til að tryggja enn betra aðgengi að heilbrigðisþjónustunni á Íslandi fyrir innflytjendur. Það er augljóst að tungumálakunnátta getur verið hamlandi þáttur fyrir innflytjendur. Með þessu móti gætu innflytjendur leitað betur að upplýsingum hvað varðar íslenska heilbrigðisþjónustu og þannig verið betur upplýstir hvaða þjónusta stendur þeim til boða hér á landi og hvert þeir eigi að leita þegar veikindi steðja að.Höfundur greinarinnar er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun