BYKO áfrýjar til Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 19:24 Samkeppniseftirlitið hafði sektað Byko um 650 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd hafði lækkað sektina í 65 milljónir króna en Héraðsdómur Reykjavíkur hækkaði hana í dag í 400 milljónir króna. Vísir BYKO mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar í máli Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BYKO. Í gær var greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkað álagða sekt í 400 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. Í tilkynningu BYKO, sem send var út á áttunda tímanum í kvöld og undirrituð er af Sigurði B. Pálssyni, forstjóra BYKO, segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dóminum verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar, sem dómur héraðsdóms byggir að stórum hluta á, til efnislegrar meðferðar. Aðdraganda málsins má rekja til maímánaðar árið 2015 þegar Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna.Tilkynning BYKO í heild sinni:Héraðsdómur kemst að annarri niðurstöðu en áfrýjunarnefnd samkeppnismála um fjárhæð sekta og hækkar sektir margfalt eða úr 65 milljónum króna í 400 milljónir króna. Héraðsdómur byggir að stórum hluta á dómi Hæstaréttar frá árinu 2016 í málaferlum gegn starfsfólki sem hlut átti að þessu sama máli. Sá dómur var að okkar mati óréttlátur og vankantar á málsmeðferð. Í gær barst okkur tilkynning um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar til efnislegrar meðferðar. Kópavogi 17. maí 2018Sigurður B. Pálssonforstjóri BYKO Tengdar fréttir Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu. 3. október 2015 07:00 BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. 1. október 2015 18:16 Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Veittu Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. 2. nóvember 2015 22:01 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
BYKO mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar í máli Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BYKO. Í gær var greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkað álagða sekt í 400 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. Í tilkynningu BYKO, sem send var út á áttunda tímanum í kvöld og undirrituð er af Sigurði B. Pálssyni, forstjóra BYKO, segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dóminum verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar, sem dómur héraðsdóms byggir að stórum hluta á, til efnislegrar meðferðar. Aðdraganda málsins má rekja til maímánaðar árið 2015 þegar Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna.Tilkynning BYKO í heild sinni:Héraðsdómur kemst að annarri niðurstöðu en áfrýjunarnefnd samkeppnismála um fjárhæð sekta og hækkar sektir margfalt eða úr 65 milljónum króna í 400 milljónir króna. Héraðsdómur byggir að stórum hluta á dómi Hæstaréttar frá árinu 2016 í málaferlum gegn starfsfólki sem hlut átti að þessu sama máli. Sá dómur var að okkar mati óréttlátur og vankantar á málsmeðferð. Í gær barst okkur tilkynning um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar til efnislegrar meðferðar. Kópavogi 17. maí 2018Sigurður B. Pálssonforstjóri BYKO
Tengdar fréttir Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu. 3. október 2015 07:00 BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. 1. október 2015 18:16 Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Veittu Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. 2. nóvember 2015 22:01 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu. 3. október 2015 07:00
BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. 1. október 2015 18:16
Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Veittu Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. 2. nóvember 2015 22:01
Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00