Frítt í Strætó styður Borgarlínu Snædís Karlsdóttir skrifar 17. maí 2018 22:47 Meirihlutinn lætur í veðri vaka að allir þeir sem vilji, með róttækum aðgerðum fá fleiri farþega í Strætó séu á móti öllum áformum um Borgarlínu. Að allar lausnir sem gætu verið til þess fallnar að auka nýtni og skilvirkni núverandi vegakerfis séu sjálfkrafa árásir á hugmyndir og framtíðaráform um bættar almenningssamgöngur á Höfuðborgarsvæðinu. Slíkar fullyrðingar eru hins vegar fullkominn útúr snúningur og fjarri lagi er varðar tillögur framboðs Framsóknarflokksins í Reykjavík.Fjárfesting án farþega og á röngum forsendum?Það er auðvitað ekki óeðlilegt að vilja slá varnagla í áform um Borgarlínu á þessum tímapunkti. En þá er sér í lagi tvennt sem gefur tilefni til þess að staldrað sé við. Í fyrsta lagi er algjör grundvallarforsenda þess að Borgarlínan reynist farsæl og skynsöm fjárfesting að hlutdeild almenningssamgangna í ferðum á höfuðborgarsvæðinu aukist verulega. Reynt hefur verið síðustu ár að gera nákvæmlega það, með því að setja aukið fé inn í rekstur Strætó. Skemmst er frá því að segja að það hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Nú á að veðja á að ef frjárfest verði í Borgarlínu þá loksins munu farþegarnir koma. Það er ekki óeðlilegt að vera ekki sannfærður um ágæti þess veðmáls. Í öðru lagi er Borgarlínan hönnuð út frá forsendum aðalskipulags um þétta byggð í Vatnsmýri. Þessi hönnunarforsenda endurspeglast í því að allar leiðir línunnar liggja niður á BSÍ. Þetta gerir það að verkum að nauðsynlegt myndi reynast að leggja Miklubraut í stokk með gríðarlegum tilkostnaði. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir því að flugvallarstæðið í Vatnsmýrinni sé ekki fyrirstaða. Það gleymist hins vegar í umræðunni að flugvöllurinn getur ekki farið fyrr en annar hefur verið byggður, sem mun kosta ríkið a.m.k. 200 milljarða. Ef sú fjárhæð er sett í samhengi við þá staðreynd að nýlega voru teknir 4 milljarðar úr varasjóði ríkissins til þess að sinna brýnum vegaframkvæmdum á vegakerfi sem er að hrynja undan álagi á landinu öllu, verður að teljast ólíklegt að ríkið forgangsraði fjármagni í nýjan flugvöll í nánustu framtíð. Mögulega væri skynsamlegt að aðlaga sig að þessum veruleika og bíða með jarðgangagerð í Hlíðunum.Velgengni Strætó er forsenda BorgarlínuFramsóknarflokkurinn í Reykjavík vill veg almenningssamgangna sem mestan. Við viljum leita allra leiða til þess að auka hlutdeild Stætóferða í heildarferðum, það er hagkvæmt fyrir alla. Við leggjum til að gefið verði frítt í Strætó í eitt ár en það hefur gefið góða raun víða um heim og gert nákvæmlega það, fjölgað farþegum. Jafnframt viljum við styðja visvænni ferðahegðun háskólanema með því að bjóða þeim ríflegan samgöngustyrk sem nemur 20 þúsund kr. á mánuði fyrir það að ganga, hjóla eða taka Strætó í skólann. Báðum þessum verkefnum er ætlað að ná í nýja notendur almenningssamgangna til framtíðar. Gangi þessi verkefni vel og notendum Strætó fjölgar til muna, mun það beinlínis réttlæta og kalla á betri þjónustu, td. í formi Borgarlínu.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn lætur í veðri vaka að allir þeir sem vilji, með róttækum aðgerðum fá fleiri farþega í Strætó séu á móti öllum áformum um Borgarlínu. Að allar lausnir sem gætu verið til þess fallnar að auka nýtni og skilvirkni núverandi vegakerfis séu sjálfkrafa árásir á hugmyndir og framtíðaráform um bættar almenningssamgöngur á Höfuðborgarsvæðinu. Slíkar fullyrðingar eru hins vegar fullkominn útúr snúningur og fjarri lagi er varðar tillögur framboðs Framsóknarflokksins í Reykjavík.Fjárfesting án farþega og á röngum forsendum?Það er auðvitað ekki óeðlilegt að vilja slá varnagla í áform um Borgarlínu á þessum tímapunkti. En þá er sér í lagi tvennt sem gefur tilefni til þess að staldrað sé við. Í fyrsta lagi er algjör grundvallarforsenda þess að Borgarlínan reynist farsæl og skynsöm fjárfesting að hlutdeild almenningssamgangna í ferðum á höfuðborgarsvæðinu aukist verulega. Reynt hefur verið síðustu ár að gera nákvæmlega það, með því að setja aukið fé inn í rekstur Strætó. Skemmst er frá því að segja að það hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Nú á að veðja á að ef frjárfest verði í Borgarlínu þá loksins munu farþegarnir koma. Það er ekki óeðlilegt að vera ekki sannfærður um ágæti þess veðmáls. Í öðru lagi er Borgarlínan hönnuð út frá forsendum aðalskipulags um þétta byggð í Vatnsmýri. Þessi hönnunarforsenda endurspeglast í því að allar leiðir línunnar liggja niður á BSÍ. Þetta gerir það að verkum að nauðsynlegt myndi reynast að leggja Miklubraut í stokk með gríðarlegum tilkostnaði. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir því að flugvallarstæðið í Vatnsmýrinni sé ekki fyrirstaða. Það gleymist hins vegar í umræðunni að flugvöllurinn getur ekki farið fyrr en annar hefur verið byggður, sem mun kosta ríkið a.m.k. 200 milljarða. Ef sú fjárhæð er sett í samhengi við þá staðreynd að nýlega voru teknir 4 milljarðar úr varasjóði ríkissins til þess að sinna brýnum vegaframkvæmdum á vegakerfi sem er að hrynja undan álagi á landinu öllu, verður að teljast ólíklegt að ríkið forgangsraði fjármagni í nýjan flugvöll í nánustu framtíð. Mögulega væri skynsamlegt að aðlaga sig að þessum veruleika og bíða með jarðgangagerð í Hlíðunum.Velgengni Strætó er forsenda BorgarlínuFramsóknarflokkurinn í Reykjavík vill veg almenningssamgangna sem mestan. Við viljum leita allra leiða til þess að auka hlutdeild Stætóferða í heildarferðum, það er hagkvæmt fyrir alla. Við leggjum til að gefið verði frítt í Strætó í eitt ár en það hefur gefið góða raun víða um heim og gert nákvæmlega það, fjölgað farþegum. Jafnframt viljum við styðja visvænni ferðahegðun háskólanema með því að bjóða þeim ríflegan samgöngustyrk sem nemur 20 þúsund kr. á mánuði fyrir það að ganga, hjóla eða taka Strætó í skólann. Báðum þessum verkefnum er ætlað að ná í nýja notendur almenningssamgangna til framtíðar. Gangi þessi verkefni vel og notendum Strætó fjölgar til muna, mun það beinlínis réttlæta og kalla á betri þjónustu, td. í formi Borgarlínu.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun