Keppni frestað og Ólafía þarf að bíða til morguns Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2018 17:13 Ólafía í Texas fyrr í mánuðinum. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018 Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að bíða til morguns áður en hún kemst að því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía kláraði sinn annan hring í gærkvöld, en hún var ein af þeim fyrstu til þess að fara af stað í gærmorgun. Eftir frábæra spilamennsku allan hringinn brugðust síðustu tvær holurnar, skolli og tvöfaldur skolli settu skor hennar á parið sem er einu höggi frá niðurskurðarlínunni en hún er eins og er við eitt högg undir parið. Keppni var hætt í gær þegar enn áttu um 60 keppendur eftir að ljúka sínum hring. Svakalegar rigningar hafa verið í Virginíu í dag og eftir að rástíma þessara síðustu kylfinga á öðrum hring hafði verið frestað ítrekað hefur nú verið ákveðið að ekkert golf verði spilað í dag. Hætt hefur verið við fjórða hring mótsins og aðeins 54 holur spilaðar. Síðustu kylfingar annars hrings munu fara af stað um 11:30 að íslenskum tíma á morgun og þriðji og síðasti hringur á að hefjast um 14:30. Ólafía þarf að treysta á það að aðstæðurnar geri kyflingum erfitt fyrir svo niðurskurðarlínan færist á hærra skor og hún fái að spila síðasta hringinn. Útsending frá mótinu á að hefjast klukkan 21:00 annað kvöld á Stöð 2 Sport 4.UPDATE: Unfortunately weather continues to affect us and we cannot play golf today. The @KingsmillLPGA will be reduced to 54 holes. Round 2 will resume tomorrow (Sunday) at 7:30am. We hope to start the final round at 10:30am. — LPGA (@LPGA) May 19, 2018
Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira