Umfjöllun, viðtöl og myndir: Selfoss - FH 26-29 | FH í úrslit eftir ótrúlegt einvígi

Benedikt Grétarsson skrifar
vísir/andri marinó
FH leikur til úrslita gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. FH vann Selfoss 26-28 í oddaleik liðanna á Selfossi og mætir Eyjamönnum í fyrsta leik úrslitanna á laugardaginn.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem má sjá neðst í fréttinni.

Óðinn Þór Ríkharðsson og Arnar Freyr Ársælsson voru markahæstir  í liði FH með 6 mörk hvor og Ágúst Elí Björgvinsson varði 18 skot. Markahæstur í liði Selfyssinga var 8 mörk. Sölvi Ólafsson varði 18 skot í markinu.

Gestirnir úr Kaplakrika virtust ráða betur við spennustigið þegar leikurinn hófst. Gríðarsterkur varnarleikur og góð markvarsla setti Selfyssinga í mikli vandræði og FH tók öll völd á vellinum.

Sóknarleikur FH var sömuleiðis fjölbreyttur og það reyndist leikmönnum liðsins ekki erfitt að galopna vörn Selfoss hvað eftir annað. Ef Sölvi Ólafsson hefði ekki verið á tánum í markinu, er hætt við að FH hefði einfaldlega stungið af í fyrri hálfleik en gestirnir komustmest fimm mörkum yfir í stöðunni 9-14.

Patrekur Jóhannesson brá á það ráð að spila 7 gegn 6 í sókninni og sú ákvörðun, ásamt frammistöðu Sölva varð til þess að FH hafði „aðeins“ þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 12-15.

FH hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og voru með góð tök á leiknum í bæði sókn og vörn. FH gerði alltaf hárrétta hluti við öllum útspilum Selfyssinga og fátt sem benti til annars en öruggs sigurs gestanna.

Heimamenn voru ekki að baki brotnir og með gríðarlegum stuðningi áhorfenda náðu Selfyssingar að minnka muninn í eitt mark þegar tæplega 10 mínútur voru eftir. Selfyssingar héldu í sókn en besti leikmaður FH, markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson lokaði markinu og FH komst aftur í bílstjórasætið.

Leikmenn FH héldu svo haus allt til leiksloka og unnu að lokum sanngjarnan sigur gegn erfiðu liði Selfyssinga.

Afhverju vann FH?

FH voru heilt yfir, betri í leiknum. Það ber að hrósa Halldóri þjálfara fyrir klókt upplegg sóknarlega en sú ákvörðun að leika 7 gegn 6 var að reynast afar vel. Það er samt alltaf sama sagan í handboltanum, vörnin og markvarslan skilaði þessum sigri.

Hverjir stóðu upp úr?

Ágúst Elí Björgvinsson var frábær í marki FH og allir leikmenn liðsins léku nánast óaðfinnanlegan varnarleik. Óðinn og Arnar Freyr skoruðu góð mörk og Gísli Þorgeir stýrði leiknum mjög vel. Ásbjörn Friðriks reyndist líka dýrmætur á ögurstundu eins og vanalega,

Sölvi Ólafsson var besti maður Selfyssinga og Einar Sverrisson var ógnandi í sókninni.

Hvað gekk illa?

Fráköstin voru svo sannarlega ekki að falla til Selfyssinga og það var grátlegt fyrir Sölva að verja vel í markinu en fá svo alltaf dauðafæri í andlitið einni sekúndu seinna. Það gekk líka frekar illa hjá FH að setja boltann í tómt mark Selfyssinga með skotum yfir völlinn.

Hvað gerist næst?

FH mætir ÍBV í fyrsta leik lokaúrslitanna á laugardaginn. Ég hvet fólk til að fylgjast vel með því einvígi, því að þarna eru tvö bestu lið landsins að mætast. Selfyssingar fara í sumarfrí en geta verið stoltir af sinni framgöngu í vetur.

 Ásbjörn: Vorum allan tímann betri í dag

„Þetta Selfoss-lið var með jafn mörg stig og við í deildinni. Við vissum að þetta yrði erfitt,” sagði Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, í leikslok.

„Við þurftum að sækja sigur hér og það voru ekki mörg lið búin að gera það í vetur. Virkilega sterkt að ná að koma til baka eftir fyrstu tvö töpin.

„Svo að klára þetta í oddaleik. Við vorum allan tímann betri í dag fannst mér og mér fannst við klaufar í lok fyrri að fara ekki með meira forskot.”

„Við köstuðum yfir völlinn og gáfum heimskulegar sendingar í hraðaupphlaupum þegar við vorum alltaf að skora í sókninni. Þá var það óþarfi.”

Varnarleikurinn var frábær hjá FH-liðinu og náðu þeir að gera afar vel gegn sterkum sóknarleik Selfyssinga.

„Seinustu tíu mínútnar í síðasta leik förum við í 3-2-1 og vinnum framlenginguna í henni sannfærandi. Mér fannst við vera með þá í þeirri vörn,”

„Það var smá rugl þegar þeir fóru í sjö gegn sex en við fórum yfir það í hálfleik. Þeir fóru úr því strax aftur og leysum sóknarleikinn þeirra sem er ekki auðvelt því þetta er frábær sóknarlekikur.”

Gísli Þorgeir Kristjánsson.Vísir/Andri Marinó
Gísli: Er ekki sagt að vörn vinni titla?

„Við stóðumst þetta álag. Þetta var mikill karakter að koma hingað og vinna en við töpuðum hérna í tvö síðustu skipti,”

„Við komum hérna og spilum flotta vörn í 60 mínútur. Sóknin var öguð og skynsöm og það skilar svona stórum sigrum eins og þessum.”

„Sóknin var frábær í fyrri hálfleik en mér finnst við hafa spilað sóknarleikinn frábærlega alla seríuna. Þeir náðu að loka á okkur í síðari hálfleik og spiluðu góða vörn.”

„Að sama skapi náðum við að loka á þá í vörninni okkar megin og uppskárum þriggja marka frábæran sigur á Selfossi.”

„Er ekki sagt að vörn vinni titla? Vörnin var frábær og komum á óvart með þessari 5+1 vörn. Hún reyndist þeim erfið og Ágúst var frábær.”

vísir
Patrekur: Hvað á maður að segja?

„Ég er tapsár núna og sérstaklega eftir svona leik. Hvað á maður að segja? Við byrjum illa og við erum ekki klárir einn á einn sóknarlega. Menn voru ragir,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, í leikslok.

„Þetta virkaði hægt en við gefumst aldrei upp og ég er ánægður með strákana. Það er jákvætt. Korter eftir og fimm mörkum undir og við jöfnum þetta. Síðan varði Ágúst bara mikilvæga bolta en Sölvi var frábær líka.”

„Auðvitað ef maður tekur þetta í heild sinni þar sem við erum búnir að gera í ár að þá eru allavega fjórir sem hafa verið í landsliðinu og við náðum mesta stigafjölda Selfoss.”

„Við erum hér í oddaleik, fyllum húsið og það er margt búið að gerast. Við erum með 75% vinningshlutfall í vetur en ég verð að viðurkenna það að ég er hrikalega sár og svekktur að hafa ekki klárað þennan leik eða leik númer fjögur," sem hrósaði dómurunum að lokum.

„Ég vil hrósa dómurunum og mér fannst þeir góðir í dag. Mér finnst Jónas dæma betur þegar hann er með Antoni.”

Ágúst Birgisson.Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Jóhann Karl Reynisson.Vísir/Andri Marinó
Gísli í leiknum í kvöld.Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Einar Sverrisson.Vísir/Andri Marinó
Guðni Ingvarsson.Vísir/Andri Marinó
Arnar Freyr Ársælsson.Vísir/Andri Marinó
Ágúst Elí Björgvinsson.Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Jóhann Karl Reynisson.Vísir/Andri Marinó
Halldór Jóhann Sigfússon.Vísir/Andri Marinó
Ásbjörn Friðriksson.Vísir/Andri Marinó
Patrekur Jóhannesson.Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Óðinn Þór Ríkharðsson.Vísir/Andri Marinó

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.