Þreföldun Miklubrautar frá Tjörninni að Þjóðvegi eitt Tryggvi Helgason skrifar 30. apríl 2018 22:32 Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun