Körfubolti

Helena best í úrslitakeppninni: „Man ekki eftir að hef séð hana svona góða“

Böðvar Sigurbjörnsson skrifar
Helena tekur við verðlaununum ásamt dóttur sinni.
Helena tekur við verðlaununum ásamt dóttur sinni. vísir/andri marinó

Helena Sverrisdóttir var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar í Dominos-deild kvenna er Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með fjögurra stiga sigri á Val í oddaleik í kvöld.

„Þetta er það sem maður æfir allt árið fyrir að upplifa og því er það virkilega sætt að uppskera svona vel í lokin.”

Helena sagði framtíðna bjarta hjá Haukum. 

„Þetta eru allt Haukastelpur sem aldar eru upp hérna hjá félaginu og það er extra sætt að vinna þetta með þeim því þær hafa lagt mikið á sig.”

„Þær hafa sýnt mikinn metnað til að ná þessum árangri. Framtíðin er björt hérna hjá okkur í Haukum.”

„Ég man ekki eftir að hafa séð Guggu systir svona góða, ég vissi að hún væri góð en hún er búin að vera rosalega góð hérna í úrslitunum og á allt mitt hrós skilið fyrir það,” sagði Helena Sverrisdóttir að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.