Leikjavísir

GameTíví keppir í Gang Beasts

Samúel Karl Ólason skrifar
Óli og Tryggvi skemmta sér saman.
Óli og Tryggvi skemmta sér saman.

Þeir Óli og Tryggvi létu öllum illum látum í leiknum Gang Beasts á dögunum þar sem mikið var lagt undir. Sá sem tapaði þurfti að sætta sig við kinnhest með leikjahulstri. Innslagið fórreyndar ekki vel af stað þar sem Óli klúðraði nafni leiksins en mikið gekk á þegar bardagar þeirra félaga hófust.

Sem undarlegur glímukappi og gömul kona börðust þeir Óli og Tryggvi um að koma hvorum öðrum fyrir kattarnef.

Niðurstaðan var sú að Óli þurfti að sætta sig við kinnhestinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.