Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 54-75 | KR skrefinu nær íslandsmeistaratitlinum

Hákon Ingi Rafnsson skrifar
Marus Walker er kominn aftur í KR.
Marus Walker er kominn aftur í KR. vísir/bára dröfn

Fyrsti leikur í einvígi Tindastóls og KR, í úrslitakeppni Domino's deildarinnar fór fram í Síkinu í kvöld en hann endaði með sigri KR, 54-75

Fyrsti leikhluti byrjaði af krafti, Sigtryggur Arnar skoraði fyrstu 5 stig heimamanna og Antonio Hester tróð og kom heimamönnum í 7-2 en KR byrjaði leikinn hægt. Gestirnir gerðu svo virkilega vel og komu til baka og voru búnir að minnka muninn í 1 stig um miðjan leikhluta. Liðin voru jöfn út leikhlutann en Pétur Rúnar kom svo heimamönnum 3 stigum yfir undir lok leikhlutans með tveimur vítaskotum, leikhlutinn endaði 17-14.

Annar leikhlutinn byrjaði virkilega hægt en um miðjan leikhluta þá duttu KR-ingar í gang og unnu næsta fjögurra mínútna kafla, 4-19 og komust í 11 stiga forystu. Sigtryggur Arnar náði að minnka muninn í 8 stig undir lok leikhlutans, 31-38.

Í þriðja leikhlutanum var það sama sagan. Það var lítið sem ekki neitt skorað í fyrri hluta leikhlutans og svo duttu KR-ingar í gang undir lok leikhlutans og náðu að auka forystu sína í 10 stig, 43-53.

Í fjórða leikhluta byrjuðu KR-ingarnir af krafti og komu sér í 16 stiga forystu þegar aðeins 1 mínúta var liðin af leikhlutanum. Þessari forystu héldu þeir út leikinn og unnu að lokum 54-75.

Af hverju vann KR?
Tölfræðin lýgur ekki en KR-ingar voru með mikið betri skot tölfræði en Tindastóll. Þriggja stiga nýting KR var 9/26 (34%) en nýting heimamanna var 6/36 (16%). Leikurinn í kvöld hefði verið virkilega jafn og spennandi ef að bæði liðin hefðu verið að setja niður skotin sín.

Hverjir stóðu upp úr?
Kristófer Acox var frábær í kvöld en hann var með 10 stig og 9 fráköst.

Hvað gekk illa?
Bæði lið hittu mjög illa í kvöld og voru heldur ekki að fara vel með boltann en Tindastóll var með 15 tapaða bolta gegn 16 hjá KR.

Hvað gerist næst?
Næst mætast liðin í DHL höllinni á sunnudaginn og ég hvet alla til að mæta á þann leik. Það myndi styrkja stöðu KR virkilega mikið ef að þeir taka þann leik.

Tindastóll-KR 54-75 (17-14, 14-24, 12-15, 11-22)

Tindastóll:
Sigtryggur Arnar Björnsson 15, Pétur Rúnar Birgisson 14/4 fráköst, Chris Davenport 9/9 fráköst, Axel Kárason 5/4 fráköst, Antonio Hester 4/10 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 3, Hannes Ingi Másson 2, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2.

KR: Jón Arnór Stefánsson 13, Brynjar Þór Björnsson 13/4 fráköst, Kristófer Acox 10/9 fráköst, Björn Kristjánsson 10, Pavel Ermolinskij 9/11 fráköst/9 stoðsendingar, Kendall Pollard 8/6 fráköst, Marcus Walker 5/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 4/4 fráköst, Darri Hilmarsson 3.

Björn Kristjánsson setti 10 stig fyrir KR í kvöld vísir/bára

Finnur Freyr: Gott að ná fyrsta högginu
Finnur, þjálfari KR, var mjög ánægður með sína menn í kvöld.

„Það er sterkt að koma hérna í Síkið og vinna fyrsta leik og ná þá fyrsta högginu.“

„Þetta snýst um að vinna þrjá leiki og við erum búnir að ná einum en núna þurfum við að koma grimmir inn í leik tvö á sunnudaginn, það er stutt á milli svo við verðum að hugsa vel um líkama og sál og koma einbeittir í næsta leik.“

Pétur Rúnar Birgisson vísir/bára

Pétur Rúnar: Ýttu okkur út úr okkar leik
Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls, var ekki ánægður með leik liðsfélaga sinna í kvöld, en hann var spurður hvað hafði farið úrskeiðis hjá þeim í kvöld.

„Það fór næstum því allt úrskeiðis í kvöld, við spiluðum góða vörn, fáum á okkur 75 stig sem er ekki slæmt en sóknarlega þá náðum við ekki að gera neitt og leyfðum þeim að ýta okkur út úr öllu.“

„Við verðum bara að mæta í næsta leik klárir og ekki leyfa þeim að ýta okkur út úr okkar leik.“

Kristófer Acox vísir/bára

Kristófer: Einn af okkar bestu leikjum hér í vetur
Kristófer Acox, leikmaður KR, var virkilega ánægður eftir leikinn í kvöld og var ákveðinn að mæta sterkur í næsta leik.

„Ég er mjög sáttur með frammistöðuna hjá öllum og auðvitað gott að byrja seríuna á sigri. Núna erum við einu skrefi nær að stóra titlinum.“

„Það er frábært að koma hér og vinna fyrsta leik en það var einmitt það sem við lögðum upp. Við sýndum einn af okkar besta leik hér í vetur og það er mjög gott að koma aftur í næsta leik vitandi að við erum 1-0 yfir.“

Antonio Hester var að glíma við meiðsli í leiknum og skoraði aðeins fjögur stig vísir/bára

Israel: varnarlega góðir en skelfilegir sóknarlega
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var virkilega svekktur með sóknarleik sinna manna í kvöld.

„Varnarlega vorum við frábærir, augljóslega vorum við skelfilegir varnarlega en við verðum að finna gott jafnvægi á milli þess að skjóta þristum og spila inn í teig en í kvöld gerðum við ekkert í teignum og við börðumst ekki nóg til að setja niður skotin okkar inn í teignum eða fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta er ekki nóg til að vinna KR.“

Martin var spurður hvort það yrði erfitt að koma til baka eftir þennan leik.

„Nei alls ekki, við erum í úrslitum, við verðum tilbúnir í alla leiki.“

Sigtryggur Arnar Björnsson Vísir/bára
Axel Kárason og Kristófer Acox Vísir/bára
Kristófer Acox og Helgi Már Magnússon Vísir/bára
Hannes Ingi Másson Vísir/bára
Helgi Rafn Viggósson og Helgi Már Magnússon Vísir/bára
Pétur Rúnar Birgisson Vísir/bára
Chris Davenport og Darri Hilmarsson Vísir/bára
Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester Vísir/bára
Kendall Pollard og Axel Kárason Vísir/bára
Viðar Ágústsson Vísir/bára
Leifur S. Garðarsson Vísir/bára
Sigtryggur Arnar Björnsson Vísir/bára
Isreal Martin Vísir/bára
Antonio Hester og Kendall Pollard Vísir/bára
Pétur Rúnar Birgisson Vísir/bára
Sigtryggur Arnar Björnsson og Marcus Walker Vísir/bára
Darri Hilmarsson Vísir/bára
Kristófer Acox Vísir/bára
Sigmundur Már Herbertsson Vísir/bára
Isreal Martin Vísir/bára
Helgi Már Magnússon Vísir/bára
Pavel Ermolinskij Vísir/bára
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á meðal stuðningsmanna Vísir/bára
Björn Kristjánsson Vísir/bára
Marcus Walker Vísir/bára

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.