Hester: Brotnaði niður þegar ég sagði þeim að ég myndi ekki spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2018 21:35 Hester studdi sína menn dyggilega á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Bára Antonio Hester, Bandaríkjamaðurinn öflugi í liði Tindastóls, gat ekki spilað með liði sínu í kvöld vegna ökklameiðsla. Hann segist þó ætla að mæta tvíefldur til leiks á miðvikudag - hann hafi aðeins hvílt í kvöld vegna meiðslanna. En þrátt fyrir að hans nyti ekki við í kvöld vann Tindastóll afar sannfærandi 28 stigur á KR-ingum í kvöld, 98-70, og jöfnuðu þar með rimmuna í 1-1. Næsti leikur fer fram á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið. „Akkurat núna er ég pínu orðlaus. Ég veit ekki hvað ég get sagt um þessa stráka,“ sagði Hester eftir leikinn í kvöld en hann mátti sitja allan tímann á hliðarlínunni. „Ég ræddi við þá í gær og sagði þeim að ég myndi ekki geta spilað. Þá missti ég stjórn á tilfinningunum mínum og brotnaði niður. En ég lét þá líka vita að ég hef trú á þeim. Ég veit hvað þeir geta,“ sagði hann enn fremur. „Ég sá hvað þeir gátu í fyrra og þess vegna kom ég aftur. Ég veit að þessir strákar geta unnið leiki eins og þessa. Þeir eru frábærir leikmenn og ég naut þess að koma hingað á sterkan útivöll og vinna þennan leik.“ Hester sagði alveg ljóst að hann myndi spila í þessari rimmu. Hann væri ekki búinn að stimpla sig út. „Alls ekki. Þetta var bara smá bakslag hjá mér. Ég hef verið að glíma við meiðsli í allan vetur. Ég meiddist í leik gegn Keflavík og hef ekki verið 100 prósent síðan. En ég ætla að halda áfram að berjast, allir vita að ég gefst aldrei upp. En það var ákveðið að ég myndi hvíla í þessum leik svo ég gæti verið klár fyrir þann næsta.“ Hester sagði að leikmenn Tindastóls hefðu lagt allt í sölurnar í kvöld. „Þeir sýndu hversu öflugir við erum í Tindastóli. Við viljum spila öfluga liðsvörn og það gerðum við í kvöld. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Nú fögnum við þessum sigri en svo höldum við áfram. Þetta er bara byrjunin.“ Helgi Rafn Viggósson fór fyrir Tindastóli í kvöld og Hester hló þegar blaðamaður spurði hann um álit hans á frammistöðu Helga í kvöld. „Hann lætur mann finna fyrir því á hverri einustu æfingu. Hann er alltaf svona. Þetta er minn maður,“ sagði Hester og hló. „Ég nýt þess að spila með honum og ég elska það sem hann hefur fram að færa.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00 Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Antonio Hester, Bandaríkjamaðurinn öflugi í liði Tindastóls, gat ekki spilað með liði sínu í kvöld vegna ökklameiðsla. Hann segist þó ætla að mæta tvíefldur til leiks á miðvikudag - hann hafi aðeins hvílt í kvöld vegna meiðslanna. En þrátt fyrir að hans nyti ekki við í kvöld vann Tindastóll afar sannfærandi 28 stigur á KR-ingum í kvöld, 98-70, og jöfnuðu þar með rimmuna í 1-1. Næsti leikur fer fram á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið. „Akkurat núna er ég pínu orðlaus. Ég veit ekki hvað ég get sagt um þessa stráka,“ sagði Hester eftir leikinn í kvöld en hann mátti sitja allan tímann á hliðarlínunni. „Ég ræddi við þá í gær og sagði þeim að ég myndi ekki geta spilað. Þá missti ég stjórn á tilfinningunum mínum og brotnaði niður. En ég lét þá líka vita að ég hef trú á þeim. Ég veit hvað þeir geta,“ sagði hann enn fremur. „Ég sá hvað þeir gátu í fyrra og þess vegna kom ég aftur. Ég veit að þessir strákar geta unnið leiki eins og þessa. Þeir eru frábærir leikmenn og ég naut þess að koma hingað á sterkan útivöll og vinna þennan leik.“ Hester sagði alveg ljóst að hann myndi spila í þessari rimmu. Hann væri ekki búinn að stimpla sig út. „Alls ekki. Þetta var bara smá bakslag hjá mér. Ég hef verið að glíma við meiðsli í allan vetur. Ég meiddist í leik gegn Keflavík og hef ekki verið 100 prósent síðan. En ég ætla að halda áfram að berjast, allir vita að ég gefst aldrei upp. En það var ákveðið að ég myndi hvíla í þessum leik svo ég gæti verið klár fyrir þann næsta.“ Hester sagði að leikmenn Tindastóls hefðu lagt allt í sölurnar í kvöld. „Þeir sýndu hversu öflugir við erum í Tindastóli. Við viljum spila öfluga liðsvörn og það gerðum við í kvöld. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Nú fögnum við þessum sigri en svo höldum við áfram. Þetta er bara byrjunin.“ Helgi Rafn Viggósson fór fyrir Tindastóli í kvöld og Hester hló þegar blaðamaður spurði hann um álit hans á frammistöðu Helga í kvöld. „Hann lætur mann finna fyrir því á hverri einustu æfingu. Hann er alltaf svona. Þetta er minn maður,“ sagði Hester og hló. „Ég nýt þess að spila með honum og ég elska það sem hann hefur fram að færa.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00 Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00
Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum Körfubolti