Lífið kynningar

John Grant heldur tónleika í Silfurbergi í október

Móðurfélagið kynnir
John Grant er að leggja lokahönd á sína fjórðu breiðskífu.
John Grant er að leggja lokahönd á sína fjórðu breiðskífu.

Bandarísk/íslenski tónlistamaðurinn John Grant er Íslendingum að góðu kunnur. Hann er að mestu leyti búsettur hér á landi, milli þess sem hann ferðast um heiminn og heldur tónleika.

Grant ætlar að halda tónleika í Silfurbergi í Hörpu 26. október næstkomandi. Þrjú ár eru liðin frá því að hann var síðast með tónleika á Íslandi og því löngu orðið tímabært að halda tónleika hér að nýju.


Það hefur verið mikið að gera hjá Grant undanfarin tvö og hálft ár, eða síðan hann gaf út plötuna Grey Tickles, Black Pressure. Hann hefur flakkað heimshorna á milli, komið fram ýmist á eigin tónleikum eða á tónlistarhátíðum þess á milli sem hann sinnir tónsmíðum. 

Hann er nú að leggja lokahönd á fjórðu plötuna sína og af því tilefni er blásið til tónleikaferðar víðsvegar um Evrópu og þar á meðal á Íslandi. Aðeins verður um eina tónleika að ræða að þessu sinni, því er ljóst að ekki fá allir miða sem vilja.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.