Sigurður Gísli fluttur heim og vill byltingu í umhverfismálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 20:30 Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og stjórnarformaður IKEA á Íslandi, er nú fluttur heim til Íslands eftir að hafa búið í Santa Monica í Kaliforníu um árabil. Sigurður Gísli, sem hóf sinn feril í viðskiptum með föður sínum Pálma Jónssyni stofnanda Hagkaupa, er mikill áhugamaður um umhverfisvernd. Hann stendur fyrir ráðstefnu í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun um nýja nálgun okkar Íslendinga í samspili umhverfisverndar annars vegar og atvinnu- og byggðaþróunar hins vegar. „Við eigum að hætta að hugsa um stórar virkjanir. Sá tími er liðinn. Við eigum að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum. Við eigum að einbeita okkur að því að við erum varðmenn náttúrunnar og landsins. Við eigum að skila náttúrunni af okkur til afkomenda okkar í betra ásigkomulagi en hún var í. Ef við erum sammála um það markmið þá mun okkur vegna vel,“ segir Sigurður Gísli. „Tíminn er meira samþjappaður“ Ráðstefnan verður í Veröld og hefst klukkan tíu í fyrramálið. Þar munu sex erlendir fyrirlesarar fara yfir áherslur um samspil atvinnuppbyggingar og náttúruverndar. Sigurður Gísli segist skynja viðhorfsbreytingu í samfélaginu í umhverfismálum. „Við sjáum að tíminn er meira samþjappaður núna en hann hefur verið. Metoo-byltingin sem gerðist bara nánast á einni nóttu leiddi til hugarfarsbreytingar og kúltúrbreytingar í samfélaginu. Ég held að það sama sé að gerast með náttúruna. Hún þarf sína varðmenn og það þarf að draga sverð úr slíðrum og koma henni til verndar. Því þó að hún geti verið harkaleg og erfið viðfangs er hún líka blíð og viðkvæm. Við verðum að búa í sátt við hana því annars tortímir hún okkur,“ segir Sigurður Gísli. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og stjórnarformaður IKEA á Íslandi, er nú fluttur heim til Íslands eftir að hafa búið í Santa Monica í Kaliforníu um árabil. Sigurður Gísli, sem hóf sinn feril í viðskiptum með föður sínum Pálma Jónssyni stofnanda Hagkaupa, er mikill áhugamaður um umhverfisvernd. Hann stendur fyrir ráðstefnu í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun um nýja nálgun okkar Íslendinga í samspili umhverfisverndar annars vegar og atvinnu- og byggðaþróunar hins vegar. „Við eigum að hætta að hugsa um stórar virkjanir. Sá tími er liðinn. Við eigum að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum. Við eigum að einbeita okkur að því að við erum varðmenn náttúrunnar og landsins. Við eigum að skila náttúrunni af okkur til afkomenda okkar í betra ásigkomulagi en hún var í. Ef við erum sammála um það markmið þá mun okkur vegna vel,“ segir Sigurður Gísli. „Tíminn er meira samþjappaður“ Ráðstefnan verður í Veröld og hefst klukkan tíu í fyrramálið. Þar munu sex erlendir fyrirlesarar fara yfir áherslur um samspil atvinnuppbyggingar og náttúruverndar. Sigurður Gísli segist skynja viðhorfsbreytingu í samfélaginu í umhverfismálum. „Við sjáum að tíminn er meira samþjappaður núna en hann hefur verið. Metoo-byltingin sem gerðist bara nánast á einni nóttu leiddi til hugarfarsbreytingar og kúltúrbreytingar í samfélaginu. Ég held að það sama sé að gerast með náttúruna. Hún þarf sína varðmenn og það þarf að draga sverð úr slíðrum og koma henni til verndar. Því þó að hún geti verið harkaleg og erfið viðfangs er hún líka blíð og viðkvæm. Við verðum að búa í sátt við hana því annars tortímir hún okkur,“ segir Sigurður Gísli.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira