Þurrt þing Davíð Þorláksson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Það er sárasjaldan sem ég nenni að fylgjast með umræðum á Alþingi. Hápunktur hvers þings er stefnuræða forsætisráðherra sem tók síðast 16 mínútur. Fram fóru þrjár umferðir þar sem allir átta þingflokkarnir fengu að tala í þeim öllum. Níu mínútur í fyrstu umferð, fimm í annarri og fjórar í þriðju. Alls eru þetta tveir klukkutímar og 45 mínútur sem er bæði útvarpað og sjónvarpað. Umræðan náði ekki inn á lista yfir þá tíu dagskrárliði RÚV sem fengu mest áhorf þá vikuna, og skyldi engan undra. Stefnuræða ríkisstjórnar Bretlands, sem drottningin flytur fyrir hennar hönd, er minna en tíu mínútur. Í vikulegum fyrirspurnatíma forsætisráðherra Bretlands skiptast þingmenn á að spyrja hana stuttra hnitmiðaðra spurninga sem eru aldrei lengri en mínúta og yfirleitt styttri. Svörin eru að sama skapi líka stutt og alltaf styttri en mínúta. Allir tala úr sætum sínum sem flýtir fyrir og gerir umræðuna snarpari. Alls tekur 45 mínútur að fara yfir helstu mál vikunnar. Á Alþingi geta fyrirspurnir til ráðherra verið allt að þrjár mínútur og svörin fimm mínútur. Eru málefni 350.000 manna landsins Íslands virkilega svo flókin að þau kalli á miklu lengri umræður en í 66 milljóna landinu Bretlandi? Ef alþingismenn myndu tala úr sætum og stytta mál sitt um a.m.k. helming væri e.t.v. einhver von til þess að einhverjir nenntu að fylgjast með því sem fram fer án þess að það þurfi að bitna á gæðum umræðunnar. Ekki veitir af að kjósendur fylgist betur með því hvað þingmenn eru að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er sárasjaldan sem ég nenni að fylgjast með umræðum á Alþingi. Hápunktur hvers þings er stefnuræða forsætisráðherra sem tók síðast 16 mínútur. Fram fóru þrjár umferðir þar sem allir átta þingflokkarnir fengu að tala í þeim öllum. Níu mínútur í fyrstu umferð, fimm í annarri og fjórar í þriðju. Alls eru þetta tveir klukkutímar og 45 mínútur sem er bæði útvarpað og sjónvarpað. Umræðan náði ekki inn á lista yfir þá tíu dagskrárliði RÚV sem fengu mest áhorf þá vikuna, og skyldi engan undra. Stefnuræða ríkisstjórnar Bretlands, sem drottningin flytur fyrir hennar hönd, er minna en tíu mínútur. Í vikulegum fyrirspurnatíma forsætisráðherra Bretlands skiptast þingmenn á að spyrja hana stuttra hnitmiðaðra spurninga sem eru aldrei lengri en mínúta og yfirleitt styttri. Svörin eru að sama skapi líka stutt og alltaf styttri en mínúta. Allir tala úr sætum sínum sem flýtir fyrir og gerir umræðuna snarpari. Alls tekur 45 mínútur að fara yfir helstu mál vikunnar. Á Alþingi geta fyrirspurnir til ráðherra verið allt að þrjár mínútur og svörin fimm mínútur. Eru málefni 350.000 manna landsins Íslands virkilega svo flókin að þau kalli á miklu lengri umræður en í 66 milljóna landinu Bretlandi? Ef alþingismenn myndu tala úr sætum og stytta mál sitt um a.m.k. helming væri e.t.v. einhver von til þess að einhverjir nenntu að fylgjast með því sem fram fer án þess að það þurfi að bitna á gæðum umræðunnar. Ekki veitir af að kjósendur fylgist betur með því hvað þingmenn eru að gera.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar