Körfubolti

Tröllatroðsla Davenport sem kveikti í Síkinu

Anton Ingi Leifsson skrifar

Chris Davenport steig heldur betur upp á mikilvægum tímapunkti í fjórða leik Tindastóls og ÍR í undanúrslitum Dominos-deildar karla sem Tindastóll vann, 90-87.

Antonio Hester, einn besti erlendi leikmaður deildarinnar, meiddist í leiknum og Davenport kom inn í hans stað. Leikurinn var afar jafn og skemmtilegur og það var lítið sem skildi á milli liðanna.

Er innan við mínúta var eftir af leiknum tók Davenport sóknarfrákast eftir skot Sigtryggs Arnars og tróð boltanum svakalega í körfuna. Þakið ætlaði af Síkinu en þessi karfa kom Stólunum fjórum stigum yfir, 88-84.

Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum og þeir trúðu varla sínum eigin augum eins og flestir í Síkinu en troðsluna má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.