Handbolti

Bjarki Már skoraði fjögur mörk í sigri Füchse Berlin

Einar Sigurvinsson skrifar
Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson vísir/getty

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk þegar Füchse Berlin vann öruggan sigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Eftir sigurinn situr Füchse Berlin í 3. sæti með 43 stig.

Botnlið Ludwigshafen lét lærisveina Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel hafa fyrir hlutunum þegar liðin mættust í dag. Leiknum leik með fjögurra marka sigri Kiel, 21-25, en Kiel var með átta marka forystu í hálfleik. Kiel er í 6. sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð.

Flensburg var ekki í vandræðum með Gummersbach og vann öruggan 12 marka sigur, 34-22. Flensburg er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Bjarka Má og félögum í Füchse Berlin. Lítið hefur gengið upp hjá liði Gummersbach á tímabilinu. Þeir sitja í 15. sæti deildarinnar en tapið í dag var það fjórða í röð hjá liðinu.

Einum leik er enn ólokið í þýsku úrvaldsdeildinni í dag en þá mætir Hüttenberg, lið Ragnars Jóhannssonar, Melsungen.

Úrslit dagsins:
Füchse Berlin - Göppingen  33-19
Flensburg - Gummersbach  34-22
Ludwigshafen - Kiel  21-25
Leipzig - Minden  20-17Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.