Enski boltinn

Kompany fagnaði titlinum í sófanum hjá stuðningsmanni Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi stuðningsmaður Man. Utd átti erfiðan dag og var líklega feginn er Kompany fór heim. Síðan fór Kompany á pöbbinn.
Þessi stuðningsmaður Man. Utd átti erfiðan dag og var líklega feginn er Kompany fór heim. Síðan fór Kompany á pöbbinn.

Man. City varð sófameistari í enska boltanum í gær er Man. Utd tapaði óvænt gegn WBA. Fyrirliði City, Vincent Kompany, skemmti sér konunglega er hann fagnaði titlinum.

Hann var nefnilega í góðum hópi heima hjá stuðningsmanni Man. Utd sem var í treyjunni og átti líklega aldrei von á því að United myndi tapa leiknum.

Svipurinn á stuðningsmanninum í myndbandinu hér að neðan er hann þarf að óska Kompany til hamingju er ekkert minna en stórkostlegur.

Það er ekki í uppáhaldi hjá leikmönnum að verða sófameistarar en Kompany reyndi að gera gott úr þessu. Hann reif nokkra liðsfélaga sína með sér á pöbbinn þar sem þeir fögnuðu með stuðningsmönnum City.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.