Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2018 10:30 HB Grandi er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Hvalur hf. var langstærsti hluthafinn í fyrirtækinu í gegnum félögin Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. Fyrir viðskiptin átti Vogun hf. 33,5 prósenta hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 0,5 prósent. Bæði félögin eru í eigu Hvals hf. en stærstu hluthafar þess félags eru Kristján Loftsson og fjölskylda. Alls eru þetta 619.721.067 hlutir sem félögin seldu í HB Granda á genginu 35. Kaupendur eru sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. og félagið Fiskitangi sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims hf. Kaupverð, 35 krónur á hlut, er nokkuð yfir markaðsverði HB Granda en hlutabréf þess stóðu í 30,2 krónur á hlut á aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun markaða í gær. Kristján Loftsson. Með sölunni hafa félög tengd Kristjáni Loftssyni selt nær allan hlut sinn í HB Granda.Vísir/anton brinkFlöggunartilkynningar um viðskiptin voru birtar í Kauphöll Íslands rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá sölunni. Með viðskiptunum eru Kristján Loftsson og fjölskylda að selja nær allan hlut sinn í HB Granda en eftir viðskiptin eiga félög tengd Kristjáni 249.000 hluti. Stór hlutur í Hval hf. finnst ekki Í mars síðastliðnum birtist í Lögbirtingarblaðinu innköllun frá hluthöfum Hvals hf. þar sem farið er þess á leit við stjórn félagsins að samtals 20 prósent af hlutabréfum í félaginu verði felld úr gildi þar sem þau hafi glatast og að ný bréf verði gefin út í staðinn. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Um er að ræða 59 hlutabréf sem samtals mynda um 41,4 milljónir hlutafjár að nafnvirði. Það samsvarar um 3,3 milljörðum króna af eigin fé Hvals hf. Handhafar hlutabréfanna eru í innkölluninni beðnir um að gefa sig fram við stjórn Hvals innan þriggja mánaða og lýsa yfir rétti sínum yfir bréfunum. Ef enginn gefur sig fram áður en fresturinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt týndu hlutabréfunum og verða þá í staðinn gefin út ný hlutabréf í Hval hf. handa hinum skráðu eigendum. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. Fyrir viðskiptin átti Vogun hf. 33,5 prósenta hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 0,5 prósent. Bæði félögin eru í eigu Hvals hf. en stærstu hluthafar þess félags eru Kristján Loftsson og fjölskylda. Alls eru þetta 619.721.067 hlutir sem félögin seldu í HB Granda á genginu 35. Kaupendur eru sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. og félagið Fiskitangi sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims hf. Kaupverð, 35 krónur á hlut, er nokkuð yfir markaðsverði HB Granda en hlutabréf þess stóðu í 30,2 krónur á hlut á aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun markaða í gær. Kristján Loftsson. Með sölunni hafa félög tengd Kristjáni Loftssyni selt nær allan hlut sinn í HB Granda.Vísir/anton brinkFlöggunartilkynningar um viðskiptin voru birtar í Kauphöll Íslands rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá sölunni. Með viðskiptunum eru Kristján Loftsson og fjölskylda að selja nær allan hlut sinn í HB Granda en eftir viðskiptin eiga félög tengd Kristjáni 249.000 hluti. Stór hlutur í Hval hf. finnst ekki Í mars síðastliðnum birtist í Lögbirtingarblaðinu innköllun frá hluthöfum Hvals hf. þar sem farið er þess á leit við stjórn félagsins að samtals 20 prósent af hlutabréfum í félaginu verði felld úr gildi þar sem þau hafi glatast og að ný bréf verði gefin út í staðinn. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Um er að ræða 59 hlutabréf sem samtals mynda um 41,4 milljónir hlutafjár að nafnvirði. Það samsvarar um 3,3 milljörðum króna af eigin fé Hvals hf. Handhafar hlutabréfanna eru í innkölluninni beðnir um að gefa sig fram við stjórn Hvals innan þriggja mánaða og lýsa yfir rétti sínum yfir bréfunum. Ef enginn gefur sig fram áður en fresturinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt týndu hlutabréfunum og verða þá í staðinn gefin út ný hlutabréf í Hval hf. handa hinum skráðu eigendum.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira