Tímavélar Haukur Örn Birgisson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Öll gengum við í grunnskóla, flest í framhaldsskóla og sum í háskóla. Sama hvert skólastigið er, þá eru alltaf nokkrir ákveðnir fastapunktar sem eru órjúfanlegir skólagöngunni. Sá áhugaverðasti er árgangamót eða reunion á ensku. Það er eitthvað svo stórkostlega skrítið við reunion-fyrirbærið að það ætti að vera sérstakt rannsóknarefni félagsfræðinga um allan heim. Grunnskóla-reunion standa þó upp úr, það er alveg á hreinu. Ekki vegna þess hversu skemmtileg þau eru, heldur vegna þess hvaða áhrif þau hafa á alla þá sem mæta. Sé til sönnun fyrir tilvist tímavélarinnar þá má finna hana á þessum merkilegu mannamótum. Algjörlega óháð stöðu í samfélaginu og lífi þeirra almennt, þá breytast gestirnir í sömu 15 ára unglingana og þeir voru nokkrum áratugum áður. Þeir sem voru lúðalegir verða það aftur, gellurnar sem allir strákarnir voru skotnir í öðlast aftur einhvers konar vald yfir sömu (nú) miðaldra strákunum og gaurarnir sem börðu samnemendur sína í frímínútum njóta á ný óttablandinnar virðingar. Maður passar sig ósjálfrátt á því að segja ekkert sem gæti komið þeim úr jafnvægi. Valdamesti maður heims kæmist ekki hjá því að vera skíthræddur við gamla hrottann úr 10. bekk eða stelpuna sem hann þorði ekki að tala við í 8. bekk (og man enn símanúmerið hjá ... eða reyndar foreldrum hennar) – slík eru áhrif árgangamótanna. Tímavélin hrifsar alla um borð, miskunnarlaust. Þó félagsfræðingar eigi enn eftir að rannsaka fyrirbærið, liggja samt nokkrar augljósar niðurstöður fyrir: Um leið og dagskránni lýkur losna allir úr álögunum, konurnar eldast betur en karlarnir og sem betur fer er þetta bara á 10 ára fresti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Öll gengum við í grunnskóla, flest í framhaldsskóla og sum í háskóla. Sama hvert skólastigið er, þá eru alltaf nokkrir ákveðnir fastapunktar sem eru órjúfanlegir skólagöngunni. Sá áhugaverðasti er árgangamót eða reunion á ensku. Það er eitthvað svo stórkostlega skrítið við reunion-fyrirbærið að það ætti að vera sérstakt rannsóknarefni félagsfræðinga um allan heim. Grunnskóla-reunion standa þó upp úr, það er alveg á hreinu. Ekki vegna þess hversu skemmtileg þau eru, heldur vegna þess hvaða áhrif þau hafa á alla þá sem mæta. Sé til sönnun fyrir tilvist tímavélarinnar þá má finna hana á þessum merkilegu mannamótum. Algjörlega óháð stöðu í samfélaginu og lífi þeirra almennt, þá breytast gestirnir í sömu 15 ára unglingana og þeir voru nokkrum áratugum áður. Þeir sem voru lúðalegir verða það aftur, gellurnar sem allir strákarnir voru skotnir í öðlast aftur einhvers konar vald yfir sömu (nú) miðaldra strákunum og gaurarnir sem börðu samnemendur sína í frímínútum njóta á ný óttablandinnar virðingar. Maður passar sig ósjálfrátt á því að segja ekkert sem gæti komið þeim úr jafnvægi. Valdamesti maður heims kæmist ekki hjá því að vera skíthræddur við gamla hrottann úr 10. bekk eða stelpuna sem hann þorði ekki að tala við í 8. bekk (og man enn símanúmerið hjá ... eða reyndar foreldrum hennar) – slík eru áhrif árgangamótanna. Tímavélin hrifsar alla um borð, miskunnarlaust. Þó félagsfræðingar eigi enn eftir að rannsaka fyrirbærið, liggja samt nokkrar augljósar niðurstöður fyrir: Um leið og dagskránni lýkur losna allir úr álögunum, konurnar eldast betur en karlarnir og sem betur fer er þetta bara á 10 ára fresti.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun