Er of mikið lesið í Snapchat? Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Samfélagsmiðlar reyna að safna sem flestum notendum og veita auglýsendum í kjölfarið aðgengi að þeim. Markmiðið er að hagnast á þeim persónuupplýsingum sem við veitum með notkun okkar en halda okkur ánægðum samtímis. Ef eitthvað verður til þess að draga úr vinsældum miðils hefur það að sjálfsögðu áhrif á tekjumöguleika hans. Það mætti því telja eðlilegt að vegna Cambridge Analytica skandalsins á dögunum hafi hlutabréfaverð Facebook lækkað um 15 prósent. Snapchat var skráð á markað fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hlutabréfaverðið sveiflast villt og galið og hreyfingar í hlutabréfaverði hafa oft verið tengdar við tilkynningar frá einstaka notendum í frægari kantinum. Nýlegt dæmi er þegar söngkonan Rihanna gagnrýndi réttilega auglýsingu miðilsins, sem var hreint ótrúlega smekklaus. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um fjögur prósent samdægurs og sögðu fjölmiðlar 80 milljarða króna þannig hafa horfið vegna ummæla stjörnunnar. Svipaða sögu má segja af viðbrögðum Kylie Jenner við uppfærslu forritsins þar sem hún gaf í skyn að allir væru hættir að snappa. Gengið lækkaði um sex prósent þann sama dag. Hversu þungt vega þó þessar fréttir þegar litið er á stóru myndina? Að meðaltali hækkar eða lækkar hlutabréfaverð Snapchat um meira en fjögur prósent í hverri einustu viku, sem telst afar mikil verðbreyting og fréttnæm í sjálfu sér. Tólf sinnum hefur verðið lækkað um meira en sex prósent og 16 sinnum hefur það hækkað um hið sama. Útboðsgengið í aðdraganda skráningar var 17 og undanfarið hálft ár hefur gengið verið öðrum hvorum megin við 15. Það er þrátt fyrir allar fréttirnar hærra en það var síðasta haust. Það er vissulega áhugavert að einstaklingar geti haft mikil áhrif á hlutabréfaverð með stöku tísti eða færslu á Instagram en getur verið að við séum stundum að lesa of mikið í verðbreytingar Snapchat?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsmiðlar reyna að safna sem flestum notendum og veita auglýsendum í kjölfarið aðgengi að þeim. Markmiðið er að hagnast á þeim persónuupplýsingum sem við veitum með notkun okkar en halda okkur ánægðum samtímis. Ef eitthvað verður til þess að draga úr vinsældum miðils hefur það að sjálfsögðu áhrif á tekjumöguleika hans. Það mætti því telja eðlilegt að vegna Cambridge Analytica skandalsins á dögunum hafi hlutabréfaverð Facebook lækkað um 15 prósent. Snapchat var skráð á markað fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hlutabréfaverðið sveiflast villt og galið og hreyfingar í hlutabréfaverði hafa oft verið tengdar við tilkynningar frá einstaka notendum í frægari kantinum. Nýlegt dæmi er þegar söngkonan Rihanna gagnrýndi réttilega auglýsingu miðilsins, sem var hreint ótrúlega smekklaus. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um fjögur prósent samdægurs og sögðu fjölmiðlar 80 milljarða króna þannig hafa horfið vegna ummæla stjörnunnar. Svipaða sögu má segja af viðbrögðum Kylie Jenner við uppfærslu forritsins þar sem hún gaf í skyn að allir væru hættir að snappa. Gengið lækkaði um sex prósent þann sama dag. Hversu þungt vega þó þessar fréttir þegar litið er á stóru myndina? Að meðaltali hækkar eða lækkar hlutabréfaverð Snapchat um meira en fjögur prósent í hverri einustu viku, sem telst afar mikil verðbreyting og fréttnæm í sjálfu sér. Tólf sinnum hefur verðið lækkað um meira en sex prósent og 16 sinnum hefur það hækkað um hið sama. Útboðsgengið í aðdraganda skráningar var 17 og undanfarið hálft ár hefur gengið verið öðrum hvorum megin við 15. Það er þrátt fyrir allar fréttirnar hærra en það var síðasta haust. Það er vissulega áhugavert að einstaklingar geti haft mikil áhrif á hlutabréfaverð með stöku tísti eða færslu á Instagram en getur verið að við séum stundum að lesa of mikið í verðbreytingar Snapchat?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar