Golf

Tiger höggi yfir pari eftir fyrsta hring

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Vísir/Getty

Tiger Woods hefur lokið leik á opnunarhring Mastersmótsins í golfi.

Hann kláraði hringinn á 73 höggum, sem er eitt högg yfir pari. Hann fékk þrjá fugla og fjóra skolla á hringnum í dag.
Woods er jafn í 26. sæti eins og staðan er þegar hann hætti. Hann hefur unnið mótið fjórum sinnum á ferlinum og er einn þriggja kylfinga í sögunni sem hefur unnið tvö ár í röð.

Hann hefur aðeins einu sinni farið undir 70 á Augusta National vellinum og síðast þegar hann vann mótið, árið 2005, fór hann fyrsta hringinn á 74 höggum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.