Golf

Spieth leiðir Masters eftir fimm fugla í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Spieth spilaði frábært golf í dag
Spieth spilaði frábært golf í dag visir/getty

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth leiðir Mastersmótið í golfi eftir fyrsta keppnisdag á Augusta National vellinum. Mótið er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu.

Spieth spilaði frábæran hring í dag og fékk fimm fugla í röð á 13. - 17. holu. Hann lenti í smá ógöngum á síðustu holunni og fékk skolla þar en endaði leik á sex höggum undir pari.
Hann er með tveggja högga forystu á Tony Finau og Matt Kuchar sem fóru báðir hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari.

Tiger Woods lauk leik á einu höggi yfir pari sem skilaði honum í 29. - 41. sæti. Norður-írinn Rory McIlroy lauk leik á þremur höggum undir pari líkt og sex aðrir kylfingar.

Einn sigurstranglegasti kylfingurinn, Bubba Watson, er líkt og Woods á einu höggi yfir pari. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk einn fugl, tvo skolla og paraði rest.

Phil Mickelson er á tveimur höggum undir pari og Justin Thomas er tveimur höggum yfir pari.
Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 19:00 annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.