Golf

Versti árangur ríkjandi meistara frá upphafi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Garcia lauk keppni niðurlútur í gærkvöld
Garcia lauk keppni niðurlútur í gærkvöld visir/getty

Helgin hefur ekki byrjað eftir óskum hjá Spánverjanum Sergio Garcia. Hann missti af niðurskurðinum á Mastersmótinu í golfi og setti heldur óskemmtilegt met.

Garcia lauk leik í næst síðasta sæti í gærkvöld eftir að hafa farið hringinn á tveimur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari en samtala Garcia á hringjunum tveimur var 16 högg yfir pari.

Meistari síðasta árs lenti í miklum hremmingum á 15. braut á fyrsta hring þar sem hann jafnaði metið yfir flest högg á einni holu í sögu mótsins, 13 stykki.

Samtals var Garcia á 160 höggum sem er hæsta skor ríkjandi meistara á Mastersmótinu frá upphafi.

Þetta var í 11. skipti sem ríkjandi meistari á mótinu nær ekki í gegnum niðurskurðinn og annað árið í röð því Danny Willet komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta ári.

Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur ekki verið svo lág síðan árið 2015.

Bein útsending frá þriðja keppnisdegi á að hefjast klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Veðurspáin fyrir daginn er ekki góð, en þó er reiknað með að keppni hefjist á áætluðum tíma.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.