Leynigesturinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2018 07:00 „Ég ætla alltaf að fá skólamat,“ sagði tíu ára sonur minn eftir fyrsta daginn í nýjum grunnskóla. „Það er flatbaka á föstudögum og á öðrum dögum eru pylsur og hamborgarar.“ Víða í okkar vestræna heimi er að finna fæði sem inniheldur leynigest sem er orsök háþrýstings sem veldur flestum ótímabærum dauðsföllum á heimsvísu eða 7,5 milljónum ár hvert. Háþrýstingur mælist hjá um 40% fólks yfir 25 ára. Oftast verðum við ekki vör við leynigestinn því bragðlaukarnir aðlagast honum hratt. Hann leynist í heimilismat eins og brauði, ostum, beikoni, skinku og flestum tilbúnum réttum og skyndibitum. Hann er vinsæll því hann eykur geymsluþol matvæla og losar dópamín í heilanum. Þessi leynigestur er salt. Flestir innbyrða tvöfalt meira af salti en telst innan heilbrigðra marka sem er minna en teskeið á dag (5 g, viðmið er minna fyrir börn). Mikil saltneysla eykur hættu á háþrýstingi því saltið dregur að sér vatn og eykur rúmmál æðakerfisins. Hægt og hljóðlega getur ómeðhöndlaður háþrýstingur valdið skemmdum víða í líkamanum sem geta leitt til dauða. Að minnka saltneyslu er ein hagkvæmasta aðgerð sem ríki geta ráðist í til að bæta heilsu þjóðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að stjórnvöld geti beint neyslu í átt að hollara fæði og fylgjast skuli með þróun saltneyslu í skólum. Sjálf getum við gert hluti eins og að salta matinn okkar minna, hafa ekki saltstauka á borðum og velja matvöru með minna saltinnihaldi. Strákurinn minn fær ennþá skólamat og við borðum saltbættan mat meðvituð um að leynigesturinn hefur hreiðrað um sig í flestum mat sem kemur ekki beint úr smiðju náttúrunnar. Við verðum að snúa þessari þróun við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
„Ég ætla alltaf að fá skólamat,“ sagði tíu ára sonur minn eftir fyrsta daginn í nýjum grunnskóla. „Það er flatbaka á föstudögum og á öðrum dögum eru pylsur og hamborgarar.“ Víða í okkar vestræna heimi er að finna fæði sem inniheldur leynigest sem er orsök háþrýstings sem veldur flestum ótímabærum dauðsföllum á heimsvísu eða 7,5 milljónum ár hvert. Háþrýstingur mælist hjá um 40% fólks yfir 25 ára. Oftast verðum við ekki vör við leynigestinn því bragðlaukarnir aðlagast honum hratt. Hann leynist í heimilismat eins og brauði, ostum, beikoni, skinku og flestum tilbúnum réttum og skyndibitum. Hann er vinsæll því hann eykur geymsluþol matvæla og losar dópamín í heilanum. Þessi leynigestur er salt. Flestir innbyrða tvöfalt meira af salti en telst innan heilbrigðra marka sem er minna en teskeið á dag (5 g, viðmið er minna fyrir börn). Mikil saltneysla eykur hættu á háþrýstingi því saltið dregur að sér vatn og eykur rúmmál æðakerfisins. Hægt og hljóðlega getur ómeðhöndlaður háþrýstingur valdið skemmdum víða í líkamanum sem geta leitt til dauða. Að minnka saltneyslu er ein hagkvæmasta aðgerð sem ríki geta ráðist í til að bæta heilsu þjóðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að stjórnvöld geti beint neyslu í átt að hollara fæði og fylgjast skuli með þróun saltneyslu í skólum. Sjálf getum við gert hluti eins og að salta matinn okkar minna, hafa ekki saltstauka á borðum og velja matvöru með minna saltinnihaldi. Strákurinn minn fær ennþá skólamat og við borðum saltbættan mat meðvituð um að leynigesturinn hefur hreiðrað um sig í flestum mat sem kemur ekki beint úr smiðju náttúrunnar. Við verðum að snúa þessari þróun við.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun