98 ára gömul nunna var aðalstjarna háskólaboltans á Twitter um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 11:30 Systir Jean Dolores Schmidt talar hér við strákana sína. Vísir/Getty Mikið hefur gengið á í fyrstu tveimur umferðunum í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og tímabilið hefur endað óvenju snemma hjá mörgum liðum sem ætluðu sér að komast langt í ár. Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum, mögnuðum sigurkörfum og óvæntum hetjum. Ein af ótrúlegustu hetjunum er hin 98 ára gamla nunna, Systir Jean. Jean er liðsprestur Loyola-Chicago liðsins sem hefur unnið tvo óvænta og dramatíska sigra í 64 og 32 liða úrslitunum. Liðið vann fyrst 64-62 sigur á Miami og svo 63-62 sigur á Tennessee. Næsti mótherji er lið Nevada í sextán liða úrslitunum. Strákarnir í liðinu hafa boðið upp á hetjulega frammistöðu inn á gólfinu en athyglin hefur líka beinst að Systir Jean enda ekki öll lið sem 98 ára gamla konu í svona mikilvægu og stóru hlutverki. Systir Jean hefur vakið svo mikla athygli að hún var aðalstjarnan á Twitter um helgina þegar kom að umfjöllun um úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.Twitter says the most tweeted about person of the NCAA Tournament this weekend was... 98-year-old Loyola-Chicago chaplain Sister Jean pic.twitter.com/ooFcQDW6YU — Darren Rovell (@darrenrovell) March 19, 2018 Systir Jean Dolores Schmidt biður með strákunum fyrir hvern leik þar sem þeir hópast í kringum hana og hún fer með stutta ræðu. Jean er fædd árið 1919 og lék sjálf körfubolta milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Kvennakörfuboltinn þá var þó spilaður eftir allt öðrum reglum en í dag og Jean var ein af þeim sem mátti aldrei skjóta á körfuna.Sister Jean on becoming a national sensation: “Really, if I can correct you, international.” pic.twitter.com/JQP2Rj0P8S — Lauren Comitor (@laurencomitor) March 18, 2018 Systir Jean hefur hún verið stór hluti af Loyola-Chicago liðinu í meira en tvo áratugi. Í vetur lenti hún hinsvegar í því að mjaðmagrindabrotna og missti af níu leikjum. Jean snéri hinsvegar aftur og síðan þá hafa strákarnir safnast í kringum hjólastólinn hennar fyrir hvern leik. Nú þurfa þeir kannski að fara passa upp á sína konu nú þegar áhuginn er orðinn svona mikill.98-year-old Sister Jean has a bracket but she has Loyola losing in the Sweet Sixteen pic.twitter.com/XPST9lwCic — Bleacher Report (@BleacherReport) March 17, 2018 Körfubolti Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Mikið hefur gengið á í fyrstu tveimur umferðunum í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og tímabilið hefur endað óvenju snemma hjá mörgum liðum sem ætluðu sér að komast langt í ár. Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum, mögnuðum sigurkörfum og óvæntum hetjum. Ein af ótrúlegustu hetjunum er hin 98 ára gamla nunna, Systir Jean. Jean er liðsprestur Loyola-Chicago liðsins sem hefur unnið tvo óvænta og dramatíska sigra í 64 og 32 liða úrslitunum. Liðið vann fyrst 64-62 sigur á Miami og svo 63-62 sigur á Tennessee. Næsti mótherji er lið Nevada í sextán liða úrslitunum. Strákarnir í liðinu hafa boðið upp á hetjulega frammistöðu inn á gólfinu en athyglin hefur líka beinst að Systir Jean enda ekki öll lið sem 98 ára gamla konu í svona mikilvægu og stóru hlutverki. Systir Jean hefur vakið svo mikla athygli að hún var aðalstjarnan á Twitter um helgina þegar kom að umfjöllun um úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.Twitter says the most tweeted about person of the NCAA Tournament this weekend was... 98-year-old Loyola-Chicago chaplain Sister Jean pic.twitter.com/ooFcQDW6YU — Darren Rovell (@darrenrovell) March 19, 2018 Systir Jean Dolores Schmidt biður með strákunum fyrir hvern leik þar sem þeir hópast í kringum hana og hún fer með stutta ræðu. Jean er fædd árið 1919 og lék sjálf körfubolta milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Kvennakörfuboltinn þá var þó spilaður eftir allt öðrum reglum en í dag og Jean var ein af þeim sem mátti aldrei skjóta á körfuna.Sister Jean on becoming a national sensation: “Really, if I can correct you, international.” pic.twitter.com/JQP2Rj0P8S — Lauren Comitor (@laurencomitor) March 18, 2018 Systir Jean hefur hún verið stór hluti af Loyola-Chicago liðinu í meira en tvo áratugi. Í vetur lenti hún hinsvegar í því að mjaðmagrindabrotna og missti af níu leikjum. Jean snéri hinsvegar aftur og síðan þá hafa strákarnir safnast í kringum hjólastólinn hennar fyrir hvern leik. Nú þurfa þeir kannski að fara passa upp á sína konu nú þegar áhuginn er orðinn svona mikill.98-year-old Sister Jean has a bracket but she has Loyola losing in the Sweet Sixteen pic.twitter.com/XPST9lwCic — Bleacher Report (@BleacherReport) March 17, 2018
Körfubolti Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira