98 ára gömul nunna var aðalstjarna háskólaboltans á Twitter um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 11:30 Systir Jean Dolores Schmidt talar hér við strákana sína. Vísir/Getty Mikið hefur gengið á í fyrstu tveimur umferðunum í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og tímabilið hefur endað óvenju snemma hjá mörgum liðum sem ætluðu sér að komast langt í ár. Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum, mögnuðum sigurkörfum og óvæntum hetjum. Ein af ótrúlegustu hetjunum er hin 98 ára gamla nunna, Systir Jean. Jean er liðsprestur Loyola-Chicago liðsins sem hefur unnið tvo óvænta og dramatíska sigra í 64 og 32 liða úrslitunum. Liðið vann fyrst 64-62 sigur á Miami og svo 63-62 sigur á Tennessee. Næsti mótherji er lið Nevada í sextán liða úrslitunum. Strákarnir í liðinu hafa boðið upp á hetjulega frammistöðu inn á gólfinu en athyglin hefur líka beinst að Systir Jean enda ekki öll lið sem 98 ára gamla konu í svona mikilvægu og stóru hlutverki. Systir Jean hefur vakið svo mikla athygli að hún var aðalstjarnan á Twitter um helgina þegar kom að umfjöllun um úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.Twitter says the most tweeted about person of the NCAA Tournament this weekend was... 98-year-old Loyola-Chicago chaplain Sister Jean pic.twitter.com/ooFcQDW6YU — Darren Rovell (@darrenrovell) March 19, 2018 Systir Jean Dolores Schmidt biður með strákunum fyrir hvern leik þar sem þeir hópast í kringum hana og hún fer með stutta ræðu. Jean er fædd árið 1919 og lék sjálf körfubolta milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Kvennakörfuboltinn þá var þó spilaður eftir allt öðrum reglum en í dag og Jean var ein af þeim sem mátti aldrei skjóta á körfuna.Sister Jean on becoming a national sensation: “Really, if I can correct you, international.” pic.twitter.com/JQP2Rj0P8S — Lauren Comitor (@laurencomitor) March 18, 2018 Systir Jean hefur hún verið stór hluti af Loyola-Chicago liðinu í meira en tvo áratugi. Í vetur lenti hún hinsvegar í því að mjaðmagrindabrotna og missti af níu leikjum. Jean snéri hinsvegar aftur og síðan þá hafa strákarnir safnast í kringum hjólastólinn hennar fyrir hvern leik. Nú þurfa þeir kannski að fara passa upp á sína konu nú þegar áhuginn er orðinn svona mikill.98-year-old Sister Jean has a bracket but she has Loyola losing in the Sweet Sixteen pic.twitter.com/XPST9lwCic — Bleacher Report (@BleacherReport) March 17, 2018 Körfubolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Mikið hefur gengið á í fyrstu tveimur umferðunum í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og tímabilið hefur endað óvenju snemma hjá mörgum liðum sem ætluðu sér að komast langt í ár. Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum, mögnuðum sigurkörfum og óvæntum hetjum. Ein af ótrúlegustu hetjunum er hin 98 ára gamla nunna, Systir Jean. Jean er liðsprestur Loyola-Chicago liðsins sem hefur unnið tvo óvænta og dramatíska sigra í 64 og 32 liða úrslitunum. Liðið vann fyrst 64-62 sigur á Miami og svo 63-62 sigur á Tennessee. Næsti mótherji er lið Nevada í sextán liða úrslitunum. Strákarnir í liðinu hafa boðið upp á hetjulega frammistöðu inn á gólfinu en athyglin hefur líka beinst að Systir Jean enda ekki öll lið sem 98 ára gamla konu í svona mikilvægu og stóru hlutverki. Systir Jean hefur vakið svo mikla athygli að hún var aðalstjarnan á Twitter um helgina þegar kom að umfjöllun um úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.Twitter says the most tweeted about person of the NCAA Tournament this weekend was... 98-year-old Loyola-Chicago chaplain Sister Jean pic.twitter.com/ooFcQDW6YU — Darren Rovell (@darrenrovell) March 19, 2018 Systir Jean Dolores Schmidt biður með strákunum fyrir hvern leik þar sem þeir hópast í kringum hana og hún fer með stutta ræðu. Jean er fædd árið 1919 og lék sjálf körfubolta milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Kvennakörfuboltinn þá var þó spilaður eftir allt öðrum reglum en í dag og Jean var ein af þeim sem mátti aldrei skjóta á körfuna.Sister Jean on becoming a national sensation: “Really, if I can correct you, international.” pic.twitter.com/JQP2Rj0P8S — Lauren Comitor (@laurencomitor) March 18, 2018 Systir Jean hefur hún verið stór hluti af Loyola-Chicago liðinu í meira en tvo áratugi. Í vetur lenti hún hinsvegar í því að mjaðmagrindabrotna og missti af níu leikjum. Jean snéri hinsvegar aftur og síðan þá hafa strákarnir safnast í kringum hjólastólinn hennar fyrir hvern leik. Nú þurfa þeir kannski að fara passa upp á sína konu nú þegar áhuginn er orðinn svona mikill.98-year-old Sister Jean has a bracket but she has Loyola losing in the Sweet Sixteen pic.twitter.com/XPST9lwCic — Bleacher Report (@BleacherReport) March 17, 2018
Körfubolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira