Að finna farvegi – nokkur orð um símenntun í dreifbýli Óli Halldórsson skrifar 20. mars 2018 09:44 Símenntunarmiðstöðvar á Íslandi starfa að framhaldsfræðslu og símenntun á grunni samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið og laga um framhaldsfræðslu. Miðstöðvarnar teygja anga sína um alla kima landsins með svæðisbundinni þjónustu; bæði færanlegri námsþjónustu og staðbundnum námsverum. Þeirra stærsta verkefni er að þjónusta það fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun og þann hluta atvinnulífsins sem snýr að þessum markhópi. Þetta gerum við á ýmsan hátt, með náms- og starfsráðgjöf, fjölbreyttu námsframboði, raunfærnimati, þarfagreiningum o.fl. Í grófum dráttum sinna allar símenntunarmiðstöðvar landsins þessum sömu meginverkefnum. Áherslur í starfinu taka þó vissulega mið af ólíkum þörfum fólks og atvinnulífs á hverju starfssvæði. Þannig er starfsemi dreifbýlli miðstöðvanna, t.d. hjá Þekkingarneti Þingeyinga í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, að nokkru leyti frábrugðin starfi símenntunarmiðstöðvanna í stærri og fjölmennari byggðarlögum. Landfræðilegar aðstæður, dreifð byggð og ólíkir atvinnuhættir útheimta þjónustu sem henta þessum aðstæðum.Að þekkja sitt svæði Þekkingarnet Þingeyinga er dæmigerð símenntunarmiðstöð á víðfeðmu og dreifbýlu svæði. Hundruð kílómetra á milli enda starfssvæðisins með öflugu atvinnulífi sem einkennist af útflutningsgreinunum sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði. Frá upphafsárum Þekkingarnetsins og annarra símenntunarmiðstöðva hefur byggst upp mikil og sérhæfð þekking á þörfum atvinnulífs og markhóps okkar á hverju og einu svæði. Eitt af því sem lærst hefur er að símenntunarþjónustu verður ekki fjarstýrt. Þörfum fólks og fyrirtækja verður að mæta með nálægð og svæðisbundinni þekkingu. Þekkingarnet Þingeyinga rekur þjónustustaði og mannaðar starfsstöðvar um allt sitt víðfeðma hérað. Sama gildir um símenntunarmiðstöðvarnar um land allt. Saman mynda þær þéttriðið net námsþjónustu sem nær skipulega yfir allt landið. Með staðkunnáttu og persónulegum kynnum við fólk og atvinnulíf náum við betur að koma þjónustu okkar á framfæri. Við fjarstýrum ekki framhaldsfræðslu svo auðveldlega, það er ekkert sem kemur í stað nálægðarinnar og hinnar persónulegu þjónustu.Beittasta vopnið Það er okkar reynsla að beittasta vopnið í framhaldsfræðslunni í dreifbýlinu er ráðgjöf. Ráðgjöf til fólks og atvinnulífs um nám og starf. Í víðum skilningi nær náms- og starfsráðgjöfin yfir samtöl við fólk og fyrirtæki – bæði formleg og óformleg – á vinnustöðum eða utan þeirra. Inni á kontór með einkaviðtali eða með spjalli við hóp í kaffikrók á vinnustað. Í framhaldi af þessum samtölum tekur fólk skref í átt til náms- eða starfsþróunar af einhverjum toga. Viðtöl, samtöl og kynningar ráðgjafanna við fólk draga fram svo ótal margt sem er svo mikilvægt til þess að vísa fólki veginn. Nefna má færni og áhugasvið fólks, hindranir í námi – t.d. lesblindu og prófkvíða, fyrra nám, hafi það verið til staðar, o.s.frv. Stundum hlýst það af vinnu ráðgjafa að fólk skráir sig á styttri námskeið, í öðrum tilfellum gefur samanlögð reynsla úr fjölbreyttum störfum viðkomandi möguleika á því að fara í raunfærnimat til þess að takast á við næstu skref í námi. Þess eru dæmi að erlendir ríkisborgar sem hingað hafa flutt hafa í handraðanum prófgráður frá sínum heimalöndum sem þeir hafa ekki getað nýtt í störfum sínum hér. Með viðtölum við náms- og starfsráðgjafa hefur í mörgum tilfellum greiðst vel úr slíkum málum. Það sem gerir ráðgjöfina að svo beittu vopni í fullorðinsfræðslunni í dreifðum byggðum er færanleiki þjónustunnar. Ráðgjafi Þekkingarnets Þingeyinga sérhæfir sig í atvinnulífi og markhópi síns svæðis. Röltir um kaffistofur fyrirtækja á Húsavík eina vikuna og ekur til Þórshafnar eða Mývatnssveitar þá næstu. Það sama gera kollegarnir á Austurlandi og vestur á fjörðum, á Snæfellsnesi og Suðurlandi. Ekkert svæði verður útundan.Að vísa veginn Það er vart meira en um áratugur síðan símenntunargeirinn á Íslandi fór í auknum mæli að bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf. Án nokkurs vafa er þetta fyrrnefnda ráðgjafarhlutverk símenntunarmiðstöðvanna, ekki síst í dreifbýlinu, gríðarlega mikilvægt og mun stærri og dýrmætari þáttur í okkar starfi en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Í dreifðum byggðum landsins eru rekin öflug fyrirtæki, ekki síst þau sem halda uppi útflutningstekjuhlið þjóðhagsreikningsins, svo sem í fiskveiðum, matvælaframleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Sökum vegalengda og mannfæðar getur oft eðli málsins samkvæmt verið erfitt að ná lágmarksfjölda þátttakenda á ýmis sérhæfð námskeið og námsleiðir. Þessar aðstæður auka vægi og hlutverk ráðgjafarinnar í dreifðari byggðum, sem verkfæri til að ná til markhópsins okkar, bæði einstaklinga og vinnustaða. Í sumum tilvikum verða til upp úr þessum samtölum námsúrræði fyrir einstaklinga og/eða fræðsluáætlanir fyrir fyrirtæki sem símenntunarmiðstöðvarnar sjálfar standa fyrir fyrir en í fleiri tilvikum virka svæðisbundnu símenntunarmiðstöðvarnar enn frekar við að miðla námi annarra þátta menntakerfisins til þeirra sem þjónustuna þurfa. Það gildir t.d. um sérhæft nám, fjarnám, iðnnám og stúdentsnám. Mikilvægasta hlutverk símenntunarmiðstöðvar er að greina þarfir og finna leiðir til að koma þeim í farveg, hvort sem unnið er með einstaklingnum eða atvinnulífinu; veita ráð, hlusta, miðla og mæta þörfum. Með stuðningi og leiðbeiningum náms- og starfsráðgjafa til fólks á fámennum stöðum eru þess mörg dæmi að fólk nýtir sér í framhaldinu fjölbreytt námsúrræði. Það er oftar en ekki mikið átak fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegu námi að taka skrefið yfir þröskuldinn, að láta áralangan draum um að fara aftur á skólabekk rætast. Ráðgjafar símenntunarmiðstöðvanna hafa hjálpað fleirum en margur hyggur til þess að finna sína farvegi og láta drauma rætast.Höfundur er forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu og símenntunarstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Símenntunarmiðstöðvar á Íslandi starfa að framhaldsfræðslu og símenntun á grunni samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið og laga um framhaldsfræðslu. Miðstöðvarnar teygja anga sína um alla kima landsins með svæðisbundinni þjónustu; bæði færanlegri námsþjónustu og staðbundnum námsverum. Þeirra stærsta verkefni er að þjónusta það fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun og þann hluta atvinnulífsins sem snýr að þessum markhópi. Þetta gerum við á ýmsan hátt, með náms- og starfsráðgjöf, fjölbreyttu námsframboði, raunfærnimati, þarfagreiningum o.fl. Í grófum dráttum sinna allar símenntunarmiðstöðvar landsins þessum sömu meginverkefnum. Áherslur í starfinu taka þó vissulega mið af ólíkum þörfum fólks og atvinnulífs á hverju starfssvæði. Þannig er starfsemi dreifbýlli miðstöðvanna, t.d. hjá Þekkingarneti Þingeyinga í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, að nokkru leyti frábrugðin starfi símenntunarmiðstöðvanna í stærri og fjölmennari byggðarlögum. Landfræðilegar aðstæður, dreifð byggð og ólíkir atvinnuhættir útheimta þjónustu sem henta þessum aðstæðum.Að þekkja sitt svæði Þekkingarnet Þingeyinga er dæmigerð símenntunarmiðstöð á víðfeðmu og dreifbýlu svæði. Hundruð kílómetra á milli enda starfssvæðisins með öflugu atvinnulífi sem einkennist af útflutningsgreinunum sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði. Frá upphafsárum Þekkingarnetsins og annarra símenntunarmiðstöðva hefur byggst upp mikil og sérhæfð þekking á þörfum atvinnulífs og markhóps okkar á hverju og einu svæði. Eitt af því sem lærst hefur er að símenntunarþjónustu verður ekki fjarstýrt. Þörfum fólks og fyrirtækja verður að mæta með nálægð og svæðisbundinni þekkingu. Þekkingarnet Þingeyinga rekur þjónustustaði og mannaðar starfsstöðvar um allt sitt víðfeðma hérað. Sama gildir um símenntunarmiðstöðvarnar um land allt. Saman mynda þær þéttriðið net námsþjónustu sem nær skipulega yfir allt landið. Með staðkunnáttu og persónulegum kynnum við fólk og atvinnulíf náum við betur að koma þjónustu okkar á framfæri. Við fjarstýrum ekki framhaldsfræðslu svo auðveldlega, það er ekkert sem kemur í stað nálægðarinnar og hinnar persónulegu þjónustu.Beittasta vopnið Það er okkar reynsla að beittasta vopnið í framhaldsfræðslunni í dreifbýlinu er ráðgjöf. Ráðgjöf til fólks og atvinnulífs um nám og starf. Í víðum skilningi nær náms- og starfsráðgjöfin yfir samtöl við fólk og fyrirtæki – bæði formleg og óformleg – á vinnustöðum eða utan þeirra. Inni á kontór með einkaviðtali eða með spjalli við hóp í kaffikrók á vinnustað. Í framhaldi af þessum samtölum tekur fólk skref í átt til náms- eða starfsþróunar af einhverjum toga. Viðtöl, samtöl og kynningar ráðgjafanna við fólk draga fram svo ótal margt sem er svo mikilvægt til þess að vísa fólki veginn. Nefna má færni og áhugasvið fólks, hindranir í námi – t.d. lesblindu og prófkvíða, fyrra nám, hafi það verið til staðar, o.s.frv. Stundum hlýst það af vinnu ráðgjafa að fólk skráir sig á styttri námskeið, í öðrum tilfellum gefur samanlögð reynsla úr fjölbreyttum störfum viðkomandi möguleika á því að fara í raunfærnimat til þess að takast á við næstu skref í námi. Þess eru dæmi að erlendir ríkisborgar sem hingað hafa flutt hafa í handraðanum prófgráður frá sínum heimalöndum sem þeir hafa ekki getað nýtt í störfum sínum hér. Með viðtölum við náms- og starfsráðgjafa hefur í mörgum tilfellum greiðst vel úr slíkum málum. Það sem gerir ráðgjöfina að svo beittu vopni í fullorðinsfræðslunni í dreifðum byggðum er færanleiki þjónustunnar. Ráðgjafi Þekkingarnets Þingeyinga sérhæfir sig í atvinnulífi og markhópi síns svæðis. Röltir um kaffistofur fyrirtækja á Húsavík eina vikuna og ekur til Þórshafnar eða Mývatnssveitar þá næstu. Það sama gera kollegarnir á Austurlandi og vestur á fjörðum, á Snæfellsnesi og Suðurlandi. Ekkert svæði verður útundan.Að vísa veginn Það er vart meira en um áratugur síðan símenntunargeirinn á Íslandi fór í auknum mæli að bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf. Án nokkurs vafa er þetta fyrrnefnda ráðgjafarhlutverk símenntunarmiðstöðvanna, ekki síst í dreifbýlinu, gríðarlega mikilvægt og mun stærri og dýrmætari þáttur í okkar starfi en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Í dreifðum byggðum landsins eru rekin öflug fyrirtæki, ekki síst þau sem halda uppi útflutningstekjuhlið þjóðhagsreikningsins, svo sem í fiskveiðum, matvælaframleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Sökum vegalengda og mannfæðar getur oft eðli málsins samkvæmt verið erfitt að ná lágmarksfjölda þátttakenda á ýmis sérhæfð námskeið og námsleiðir. Þessar aðstæður auka vægi og hlutverk ráðgjafarinnar í dreifðari byggðum, sem verkfæri til að ná til markhópsins okkar, bæði einstaklinga og vinnustaða. Í sumum tilvikum verða til upp úr þessum samtölum námsúrræði fyrir einstaklinga og/eða fræðsluáætlanir fyrir fyrirtæki sem símenntunarmiðstöðvarnar sjálfar standa fyrir fyrir en í fleiri tilvikum virka svæðisbundnu símenntunarmiðstöðvarnar enn frekar við að miðla námi annarra þátta menntakerfisins til þeirra sem þjónustuna þurfa. Það gildir t.d. um sérhæft nám, fjarnám, iðnnám og stúdentsnám. Mikilvægasta hlutverk símenntunarmiðstöðvar er að greina þarfir og finna leiðir til að koma þeim í farveg, hvort sem unnið er með einstaklingnum eða atvinnulífinu; veita ráð, hlusta, miðla og mæta þörfum. Með stuðningi og leiðbeiningum náms- og starfsráðgjafa til fólks á fámennum stöðum eru þess mörg dæmi að fólk nýtir sér í framhaldinu fjölbreytt námsúrræði. Það er oftar en ekki mikið átak fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegu námi að taka skrefið yfir þröskuldinn, að láta áralangan draum um að fara aftur á skólabekk rætast. Ráðgjafar símenntunarmiðstöðvanna hafa hjálpað fleirum en margur hyggur til þess að finna sína farvegi og láta drauma rætast.Höfundur er forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu og símenntunarstöðva
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun