Körfubolti

Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Keflvíkingar voru í góðri stöðu framan af en köstuðu frá sér leiknum, í bókstaflegri merkingu.

„Það þarf að skoða þetta aftur. Ég þarf stuðning. Ég ræð ekki við þetta. Ég þarf stuðningsfulltrúa. Getum við séð þetta aftur? Ef þetta er karfa þá er ég ekki ökufær,” sagði Svali meðal annars í lýsingunni.

Kári skoraði sex síðustu stig Hauka og sigurkörfuna ótrúlega má sjá í glugganum hér að ofan en nánar má lesa um leikinn hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.