Ólafía mætir bestu konu heimslistans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. mars 2018 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00. Golf Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Golf Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira