Örn og skrambi á fyrsta hring Ólafíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2018 09:01 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt. Golf Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt.
Golf Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira