Lögfræðistofan í brennidepli Panama-skjalanna hætt starfsemi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 08:47 Lögmannsstofan Mossack Fonseca í Panama stofnaði fjölda aflandsfélaga fyrir viðskiptavini. Vísir/AFP Panamíska lögfræðistofan Mossack Fonseca, sem var miðpunktur umfjöllunar um hin svokölluðu Panama-skjöl hefur hætt starfsemi. Forstjórinn segir orðspor stofunnar hafa beðið svo mikla hnekki að ekki væri hægt að halda starfsemi áfram.Lögfræðistofan komst í heimsfréttirnar í apríl árið 2016 þegar fjölmiðlar birtu umfjallanir upp úr skjölum og gögnum frá lögfræðistofunni. Skjölin sýndu hvernig fjölmargir auðmenn og valdamiklir einstaklingar víða um nýttu sér þjónustu lögfræðistofunnar til þess að fela eignir og fjármuni frá skattayfirvöldum.Umfjöllunin hafði áhrif víða um heim og meðal þeirra sem sagði af sér vegna umfjöllunar upp úr skjölum lögfræðistofunnarvar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra.Stofan var stofnuð árið 1977 og staðsett í Panama.Í yfirlýsingu frá stofunni segir að orðsporshnekkir, umfjöllun fjölmiðla og aðgerðir yfirvalda á Panama hafi valdið óbætanlegum skaða á starfsemi stofunnar og því þurfi að loka henni.Stjórnvöld á Panama gerðu húsleit á skrifstofum stofunnar í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á brasilíska fyrirtækinu Oderbrecht, einu stærsta fyrirtæki S-Ameríku. Fyrirtækið hefur játað að hafa mútað embættismönnum í Panama. Stofan neitar að hafa átt þátt í því máli.Örfáir starfsmenn munu áfram starfa á vegum stofunnar til þess að svara fyrirspurnum og verða við beiðnum frá yfirvöldum sem og einkaaðilum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Panamaskjölin: Ekkert verið rannsakað vegna Mossack Fonseca Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum ekki hafna. 15. ágúst 2016 20:08 Eigendur Mossack Fonseca handteknir Jürgen Mossack og Ramon Fonseca, eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, hafa verið handteknir í kjölfar húsleitar sem gerð var í húsnæði lögfræðistofunnar aðfararnótt föstudags. Er lögfræðistofan sögð tengjast umsvifamiklu mútu- og hneykslismáli. 11. febrúar 2017 09:56 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Panamíska lögfræðistofan Mossack Fonseca, sem var miðpunktur umfjöllunar um hin svokölluðu Panama-skjöl hefur hætt starfsemi. Forstjórinn segir orðspor stofunnar hafa beðið svo mikla hnekki að ekki væri hægt að halda starfsemi áfram.Lögfræðistofan komst í heimsfréttirnar í apríl árið 2016 þegar fjölmiðlar birtu umfjallanir upp úr skjölum og gögnum frá lögfræðistofunni. Skjölin sýndu hvernig fjölmargir auðmenn og valdamiklir einstaklingar víða um nýttu sér þjónustu lögfræðistofunnar til þess að fela eignir og fjármuni frá skattayfirvöldum.Umfjöllunin hafði áhrif víða um heim og meðal þeirra sem sagði af sér vegna umfjöllunar upp úr skjölum lögfræðistofunnarvar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra.Stofan var stofnuð árið 1977 og staðsett í Panama.Í yfirlýsingu frá stofunni segir að orðsporshnekkir, umfjöllun fjölmiðla og aðgerðir yfirvalda á Panama hafi valdið óbætanlegum skaða á starfsemi stofunnar og því þurfi að loka henni.Stjórnvöld á Panama gerðu húsleit á skrifstofum stofunnar í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á brasilíska fyrirtækinu Oderbrecht, einu stærsta fyrirtæki S-Ameríku. Fyrirtækið hefur játað að hafa mútað embættismönnum í Panama. Stofan neitar að hafa átt þátt í því máli.Örfáir starfsmenn munu áfram starfa á vegum stofunnar til þess að svara fyrirspurnum og verða við beiðnum frá yfirvöldum sem og einkaaðilum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Panamaskjölin: Ekkert verið rannsakað vegna Mossack Fonseca Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum ekki hafna. 15. ágúst 2016 20:08 Eigendur Mossack Fonseca handteknir Jürgen Mossack og Ramon Fonseca, eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, hafa verið handteknir í kjölfar húsleitar sem gerð var í húsnæði lögfræðistofunnar aðfararnótt föstudags. Er lögfræðistofan sögð tengjast umsvifamiklu mútu- og hneykslismáli. 11. febrúar 2017 09:56 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Panamaskjölin: Ekkert verið rannsakað vegna Mossack Fonseca Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum ekki hafna. 15. ágúst 2016 20:08
Eigendur Mossack Fonseca handteknir Jürgen Mossack og Ramon Fonseca, eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, hafa verið handteknir í kjölfar húsleitar sem gerð var í húsnæði lögfræðistofunnar aðfararnótt föstudags. Er lögfræðistofan sögð tengjast umsvifamiklu mútu- og hneykslismáli. 11. febrúar 2017 09:56
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent