Skoðun

Engin kaupmáttaraukning til eldri borgara

Hrafn Magnússon skrifar
Um síðustu áramót hækkaði lífeyrir almannatrygginga um 4,7% eða sem svaraði hækkun á vísitölu neysluverðs.

Í lögunum um almannatryggingar segir að eftirlaun skuli breytast árlega og taka mið af launaþróun, þó þannig að þau hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði laganna hefur verið þverbrotið oftar en einu sinni á Alþingi.

Þessu til áréttingar sendi stjórn Landssambands eldri borgara frá sér ályktun og benti á að þessi hækkun væri ekki í samræmi við launaþróun í landinu. Vísitala launa hefði hækkað á sama tímabili um 7,2%.

Frá því núverandi hagvaxtarskeið hófst í ársbyrjun 2011 hafa ráðstöfunartekjur á mann vaxið um 50% á sama tíma og kaupmáttur á mann hefur vaxið um 23%. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins frá því í október á síðasta ári.

Með því að tengja lífeyri almannatrygginga við vísitölu neysluverðs njóta eldri borgarar ekki góðs af lækkun vöruverðs, t.d. hjá Costco og Bónus. Það byggist á samspili vísitölu neysluverðs og greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Því lægra vöruverð, þeim mun lægri lífeyrir frá almannatryggingum.

Lífeyrir almannatrygginga ætti að vísu að tryggja að eldri borgarar hafi eitthvað til hnífs og skeiðar, en það er ekki nóg. Eldri borgarar telja að þeir eigi ekki síður en aðrir landsmenn að njóta þeirrar kaupmáttaraukningar sem verið hefur hér á landi á undanförnum árum.

Höfundur er í í kjaranefnd Landssambands eldri borgara




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×