Körfubolti

Sonur LeBron leiddi sitt lið til meistaratitils | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James yngri hefur hæfileikana til þess að fara langt.
LeBron James yngri hefur hæfileikana til þess að fara langt.
LeBron James var í stúkunni er 13 ára gamall sonur hans, LeBron James yngri, fór á kostum og leiddi sitt lið til sigurs á móti í Ohio.

James yngri var allt í öllu í 52-35 sigri síns liðs í úrslitaleiknum. Það þarf ekki að koma á óvart að mörg bestu háskólaliðin í körfuboltanum séu þegar farin að gefa guttanum gaum.

Sonurinn efnilegi þykir hafa einstakan leikskilning og frábæra sendingagetu. Sjálfum þykir honum skemmtilegra að leggja upp stig fyrir félaga sína þó svo hann eigi auðvelt með að raða niður körfunum sjálfur.

Drengurinn er á leið í framhaldsskóla næsta vetur og ef hann heldur áfram á sömu braut þá mun hann fara snemma í NBA-deildina eins og karl faðir hans gerði á sínum tíma.

Eins og sjá má hér að neðan þá vantar ekki hæfileikana í drenginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×