Viðskipti erlent

Bill Gates segir rafmyntir verða fólki að bana

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bill Gates.
Bill Gates. Vísir/AFP

Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, segir rafmyntir á borð við Bitcoin leiða „nokkuð beint“ til dauðsfalla. BBC greinir frá.

Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum. Þar gagnrýndi hann „nafnleyndina“ sem eitt aðaleinkenni rafmynta og sagði hana leiða til þess að gjaldmiðillinn væri notaður til að fjármagna hryðjuverkahópa og aðra ólöglega starfsemi.

Þá sagði hann kaup á hættulegum eiturlyfjum vera ástæðu þess að rafmyntir yrðu fólki að bana.

„Á þessum tímapunkti er verið að nota rafmyntir til að kaupa fentanýl og önnur eiturlyf, þannig að þetta er óvenjuleg tækni sem hefur leitt nokkuð beint til dauðsfalla,“ sagði Gates í einu svari á efnum.

Notendur á Reddit brugðust sumir ókvæða við og sögðu Gates ekki nógu vel að sér í málefnum er varða viðskipti með rafmyntir.

Rafmyntir á borð við Bitcoin hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin misseri eftir hraðan vöxt þeirra á markaði. Erlendir aðilar hafa nú til að mynda horft í auknum mæli til Íslands til að grafa eftir Bitcoin-myntum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.