Bill Gates segir rafmyntir verða fólki að bana Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 13:51 Bill Gates. Vísir/AFP Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, segir rafmyntir á borð við Bitcoin leiða „nokkuð beint“ til dauðsfalla. BBC greinir frá. Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum. Þar gagnrýndi hann „nafnleyndina“ sem eitt aðaleinkenni rafmynta og sagði hana leiða til þess að gjaldmiðillinn væri notaður til að fjármagna hryðjuverkahópa og aðra ólöglega starfsemi. Þá sagði hann kaup á hættulegum eiturlyfjum vera ástæðu þess að rafmyntir yrðu fólki að bana. „Á þessum tímapunkti er verið að nota rafmyntir til að kaupa fentanýl og önnur eiturlyf, þannig að þetta er óvenjuleg tækni sem hefur leitt nokkuð beint til dauðsfalla,“ sagði Gates í einu svari á efnum. Notendur á Reddit brugðust sumir ókvæða við og sögðu Gates ekki nógu vel að sér í málefnum er varða viðskipti með rafmyntir. Rafmyntir á borð við Bitcoin hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin misseri eftir hraðan vöxt þeirra á markaði. Erlendir aðilar hafa nú til að mynda horft í auknum mæli til Íslands til að grafa eftir Bitcoin-myntum. Rafmyntir Tengdar fréttir Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. 9. febrúar 2018 13:31 Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver. 21. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, segir rafmyntir á borð við Bitcoin leiða „nokkuð beint“ til dauðsfalla. BBC greinir frá. Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum. Þar gagnrýndi hann „nafnleyndina“ sem eitt aðaleinkenni rafmynta og sagði hana leiða til þess að gjaldmiðillinn væri notaður til að fjármagna hryðjuverkahópa og aðra ólöglega starfsemi. Þá sagði hann kaup á hættulegum eiturlyfjum vera ástæðu þess að rafmyntir yrðu fólki að bana. „Á þessum tímapunkti er verið að nota rafmyntir til að kaupa fentanýl og önnur eiturlyf, þannig að þetta er óvenjuleg tækni sem hefur leitt nokkuð beint til dauðsfalla,“ sagði Gates í einu svari á efnum. Notendur á Reddit brugðust sumir ókvæða við og sögðu Gates ekki nógu vel að sér í málefnum er varða viðskipti með rafmyntir. Rafmyntir á borð við Bitcoin hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin misseri eftir hraðan vöxt þeirra á markaði. Erlendir aðilar hafa nú til að mynda horft í auknum mæli til Íslands til að grafa eftir Bitcoin-myntum.
Rafmyntir Tengdar fréttir Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. 9. febrúar 2018 13:31 Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver. 21. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. 9. febrúar 2018 13:31
Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver. 21. febrúar 2018 20:15