Körfubolti

Ísland í 44. sæti heimslistans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og Hlynur Bæringsson.
Tryggvi Snær Hlinason og Hlynur Bæringsson. Vísir/Bára
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta færðist upp um þrjú sæti á styrkleikaleista FIBA eftir sigrana tvo í undankeppni HM í Laugardalshöll síðustu helgi.

Ísland stökk upp um 37 sæti eftir lokakeppni Eurobasket í Finnlandi og upp í 47. sæti og stóð liðið í stað eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni í nóvember.

Nú er liðið komið upp í 44. sæti. Tékkland og Finnland, sem Ísland sigraði á dögunum, eru í 25. og 21. sæti. Búlgarar, síðasta liðið í riðlinum og næsti andstæðingur Íslands, er í 51. sæti.

Bandaríkin eru efst á lista og Spánverjar í öðru sæti. Frakkar verma þriðja sætið.

Listann í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×