Hvað varð um þau? Haukur Örn Birgisson skrifar 6. mars 2018 07:00 Ég er ekki ratvís maður. Reyndar er ég alveg skelfilega áttavilltur og vel yfirleitt lengstu leiðina til þess að komast á áfangastað. Þetta ætti ég auðvitað helst ekki að viðurkenna og allra síst fyrir konunni minni, sem virðist alltaf vita upp á hár hvar hún er staðsett. Það virðist engu skipta hvar í heiminum við erum stödd, inni í hvað stórborg eða í hvaða verslunarmiðstöð – alltaf virðist hún vita í hvaða átt við eigum að fara og hvar við lögðum bílnum. Ef ég á að segja eins og er, þá fer þetta svolítið í taugarnar á mér, þar sem ég hef það prinsipp (eins og aðrir karlmenn) að spyrja ekki til vegar. Á móti viðurkenni ég, í hljóði, að það getur verið gott að ferðast um heiminn með svona áttavita og hún nennir varla lengur að nudda mér upp úr þessu, blessunin. Eins og gengur og gerist þá verður fólk á vegi mínum sem spyr mig til vegar. Yfirleitt eru þetta ferðamenn sem ætla sér á tiltekinn veitingastað, verslun eða safn. Eins og góður þjóðfélagsþegn þá hika ég ekki við að vísa þeim stystu leiðina á staðinn sem þau eru spennt fyrir að heimsækja næst. Þetta á bæði við hér heima og erlendis, jafnvel þótt ég þekki lítið til staðarins og hafi einungis rambað fram hjá honum eða séð hann á korti. Ég tel mig alltaf þekkja leiðina. Ég leiði stundum hugann að því hvað varð eiginlega um þetta aumingja fólk og hver örlög þess urðu. Í hvers konar vandræðum lenti það eða tókst því að finna staðinn, þrátt fyrir leiðbeiningar mínar? Hversu mikið ætli það hafi blótað mér þegar það rann upp fyrir því að það hefði betur spurt einhvern annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég er ekki ratvís maður. Reyndar er ég alveg skelfilega áttavilltur og vel yfirleitt lengstu leiðina til þess að komast á áfangastað. Þetta ætti ég auðvitað helst ekki að viðurkenna og allra síst fyrir konunni minni, sem virðist alltaf vita upp á hár hvar hún er staðsett. Það virðist engu skipta hvar í heiminum við erum stödd, inni í hvað stórborg eða í hvaða verslunarmiðstöð – alltaf virðist hún vita í hvaða átt við eigum að fara og hvar við lögðum bílnum. Ef ég á að segja eins og er, þá fer þetta svolítið í taugarnar á mér, þar sem ég hef það prinsipp (eins og aðrir karlmenn) að spyrja ekki til vegar. Á móti viðurkenni ég, í hljóði, að það getur verið gott að ferðast um heiminn með svona áttavita og hún nennir varla lengur að nudda mér upp úr þessu, blessunin. Eins og gengur og gerist þá verður fólk á vegi mínum sem spyr mig til vegar. Yfirleitt eru þetta ferðamenn sem ætla sér á tiltekinn veitingastað, verslun eða safn. Eins og góður þjóðfélagsþegn þá hika ég ekki við að vísa þeim stystu leiðina á staðinn sem þau eru spennt fyrir að heimsækja næst. Þetta á bæði við hér heima og erlendis, jafnvel þótt ég þekki lítið til staðarins og hafi einungis rambað fram hjá honum eða séð hann á korti. Ég tel mig alltaf þekkja leiðina. Ég leiði stundum hugann að því hvað varð eiginlega um þetta aumingja fólk og hver örlög þess urðu. Í hvers konar vandræðum lenti það eða tókst því að finna staðinn, þrátt fyrir leiðbeiningar mínar? Hversu mikið ætli það hafi blótað mér þegar það rann upp fyrir því að það hefði betur spurt einhvern annan?
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar