Alls eru eigur Bezos metnar á 112 milljarða dollara, um ellefu þúsund milljarða íslenskra króna. Bezos stofnaði Amazon árið 1994 en fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega að undanförnu en á síðasta lista voru auðæfi Bezos metin á 73 milljarða dollara.
Árlegur listi Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims var birtur í gær en þar kom meðal annars fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið niður um 222 sæti á listanum.
Lista Forbes má nálgast hér.
The 30 richest people on Earth right now, according to the latest annual ranking from Forbes https://t.co/Z70vQfu5Bk via @ReutersPictures pic.twitter.com/RTV8BSrYdK
— Reuters Top News (@Reuters) March 7, 2018