Audi frumsýndi nýjan A6 Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2018 08:00 Audi A6 mun bjóðast með 201 hestafls og 2,0 lítra dísilvél og 3,0 lítra V6 dísilvél í bæði 228 og 286 hestafla útgáfum. Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Það er ekki leiðum að líkjast þar og vakti gripurinn eðlilega mikla athygli. Einna athygliverðast við nýjan Audi A6 er að allar gerðir hans fá svokallað „mild-hybrid“ kerfi sem hjálpar brunavélunum og minnkar eyðslu og mengun. Audi A6 mun bjóðast með 201 hestafls og 2,0 lítra dísilvél og 3,0 lítra V6 dísilvél í bæði 228 og 286 hestafla útgáfum. Hann verður líka í boði með 335 hestafla og 3,0 lítra V6 bensínvél. Seinna meir mun A6 líka bjóðast með 2,0 lítra bensínvél að sögn Audi manna í Genf. Það eru ekki bara mikil umskipti í vélaframboði því undirvagninn er nýr og gerður að miklu leyti úr áli og bíllinn mun einnig bjóðast á loftpúðafjöðrun. Þá mun hann einnig bjóðast með fjórhjólastýringu sem minnkar snúningshring bílsins um 1,1 metra og eykur stöðugleika hans á miklum hraða. Að innan minnir einnig margt á nýjan Audi A8 og mikið af nýrri tækni í bílnum er frá hinum stærri komið. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent
Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Það er ekki leiðum að líkjast þar og vakti gripurinn eðlilega mikla athygli. Einna athygliverðast við nýjan Audi A6 er að allar gerðir hans fá svokallað „mild-hybrid“ kerfi sem hjálpar brunavélunum og minnkar eyðslu og mengun. Audi A6 mun bjóðast með 201 hestafls og 2,0 lítra dísilvél og 3,0 lítra V6 dísilvél í bæði 228 og 286 hestafla útgáfum. Hann verður líka í boði með 335 hestafla og 3,0 lítra V6 bensínvél. Seinna meir mun A6 líka bjóðast með 2,0 lítra bensínvél að sögn Audi manna í Genf. Það eru ekki bara mikil umskipti í vélaframboði því undirvagninn er nýr og gerður að miklu leyti úr áli og bíllinn mun einnig bjóðast á loftpúðafjöðrun. Þá mun hann einnig bjóðast með fjórhjólastýringu sem minnkar snúningshring bílsins um 1,1 metra og eykur stöðugleika hans á miklum hraða. Að innan minnir einnig margt á nýjan Audi A8 og mikið af nýrri tækni í bílnum er frá hinum stærri komið.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent