Áfram veginn Katrín Jakobsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Þegar Stígamót voru stofnuð á þessum degi fyrir 28 árum, þótti mörgum að þar væru á ferðinni öfgafull samtök. Konum, sem lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi, var ekki trúað. Og börn, sem sögðu frá, áttu sjaldnast von á að vera tekin alvarlega. Viðhorf samfélagsins var iðulega að þolendurnir væru að segja ósatt eða hefðu misskilið eigin upplifun frekar en að gróft heimilisofbeldi væri nánast daglegt brauð á litla Íslandi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er við hæfi að líta um öxl og þakka öllu því baráttufólki sem hefur hjálpað okkur að þokast áfram. En við þurfum líka að staldra við og greina „öfgafólk“ samtímans. Hvaða raddir eru það sem við viljum frekar þagga niður í en hlusta á, af því að þær fara með óþægilegan sannleik? #metoo bylgjan hefur afhjúpað áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist alltof lengi og í öllum kimum íslensks samfélags. Haft var eftir Cynthiu Enloe, sem flutti fyrirlestur við Háskóla Íslands á dögunum, að fyrirsjáanlegt bakslag eftir #metoo umræðuna væri ákall um að gera þyrfti greinarmun á frásögnum kvenna. Áreitni væri ekki það sama og nauðgun og lélegur karlrembubrandari ekki það sama og áreitni og svo framvegis. Enloe varaði við þessu og sagði að nú væri ekki tími til að greina á milli heldur til að tengja saman. Því #metoo sögurnar eru ekki aðskildar sögur um einstaklinga sem fara yfir mörk annarra. Þetta er samhangandi frásögn um menningu sem þarf að uppræta fyrir fullt og allt. Og til þess þarf að skilja samhengið. Á dögunum skipaði ég stýrihóp, undir forystu Höllu Gunnarsdóttur ráðgjafa míns í málaflokknum, sem er ætlað að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum úrbótum er varða kynferðislegt ofbeldi. Hópnum er meðal annars gert að vinna að heildarendurskoðun á forvörnum og fræðslu, móta stefnu gegn stafrænu kynferðisofbeldi, útfæra hugmyndir um styrkari stöðu brotaþola og gera tillögur um samræmd viðbrögð stjórnvalda við #metoo. Sérstaklega skal hópurinn líta til þeirrar margþættu mismununar, sem konur af erlendum uppruna, konur sem ekki búa við efnahagslegt öryggi, fatlaðar konur og hinsegin konur verða fyrir. Þessi nefndarskipan kann að láta lítið yfir sér en verkefnið er ærið. Því á vanda af þessari stærðargráðu er engin ein töfralausn og ekki dugir einföld lagabreyting eða aðgerðaáætlun. Hér þarf að taka bæði stór og smá skref. Það er von mín að þegar þessu kjörtímabili lýkur hafi okkur miðað áfram. Til að mynda verði fullgildingu Istanbúl-samningsins að fullu lokið, árangur af auknu fjárframlagi til málaflokksins – og pólitískri áherslu á hann – verði augljós og að lögum hafi verið breytt til að styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis. Þá hafi okkur tekist að nýta #metoo til að breyta um stefnu; til að skilja betur hvað það er í menningu okkar og samfélagi sem ýtir undir og viðheldur kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Stjórnvöld geta aldrei breytt menningu ein og sér, en þau geta troðið slóðina og stutt við bakið á því baráttufólki sem hefur opnað augu okkar fyrir því sem við vildum ekki sjá. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna!Höfundur er forsætisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Þegar Stígamót voru stofnuð á þessum degi fyrir 28 árum, þótti mörgum að þar væru á ferðinni öfgafull samtök. Konum, sem lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi, var ekki trúað. Og börn, sem sögðu frá, áttu sjaldnast von á að vera tekin alvarlega. Viðhorf samfélagsins var iðulega að þolendurnir væru að segja ósatt eða hefðu misskilið eigin upplifun frekar en að gróft heimilisofbeldi væri nánast daglegt brauð á litla Íslandi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er við hæfi að líta um öxl og þakka öllu því baráttufólki sem hefur hjálpað okkur að þokast áfram. En við þurfum líka að staldra við og greina „öfgafólk“ samtímans. Hvaða raddir eru það sem við viljum frekar þagga niður í en hlusta á, af því að þær fara með óþægilegan sannleik? #metoo bylgjan hefur afhjúpað áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist alltof lengi og í öllum kimum íslensks samfélags. Haft var eftir Cynthiu Enloe, sem flutti fyrirlestur við Háskóla Íslands á dögunum, að fyrirsjáanlegt bakslag eftir #metoo umræðuna væri ákall um að gera þyrfti greinarmun á frásögnum kvenna. Áreitni væri ekki það sama og nauðgun og lélegur karlrembubrandari ekki það sama og áreitni og svo framvegis. Enloe varaði við þessu og sagði að nú væri ekki tími til að greina á milli heldur til að tengja saman. Því #metoo sögurnar eru ekki aðskildar sögur um einstaklinga sem fara yfir mörk annarra. Þetta er samhangandi frásögn um menningu sem þarf að uppræta fyrir fullt og allt. Og til þess þarf að skilja samhengið. Á dögunum skipaði ég stýrihóp, undir forystu Höllu Gunnarsdóttur ráðgjafa míns í málaflokknum, sem er ætlað að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum úrbótum er varða kynferðislegt ofbeldi. Hópnum er meðal annars gert að vinna að heildarendurskoðun á forvörnum og fræðslu, móta stefnu gegn stafrænu kynferðisofbeldi, útfæra hugmyndir um styrkari stöðu brotaþola og gera tillögur um samræmd viðbrögð stjórnvalda við #metoo. Sérstaklega skal hópurinn líta til þeirrar margþættu mismununar, sem konur af erlendum uppruna, konur sem ekki búa við efnahagslegt öryggi, fatlaðar konur og hinsegin konur verða fyrir. Þessi nefndarskipan kann að láta lítið yfir sér en verkefnið er ærið. Því á vanda af þessari stærðargráðu er engin ein töfralausn og ekki dugir einföld lagabreyting eða aðgerðaáætlun. Hér þarf að taka bæði stór og smá skref. Það er von mín að þegar þessu kjörtímabili lýkur hafi okkur miðað áfram. Til að mynda verði fullgildingu Istanbúl-samningsins að fullu lokið, árangur af auknu fjárframlagi til málaflokksins – og pólitískri áherslu á hann – verði augljós og að lögum hafi verið breytt til að styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis. Þá hafi okkur tekist að nýta #metoo til að breyta um stefnu; til að skilja betur hvað það er í menningu okkar og samfélagi sem ýtir undir og viðheldur kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Stjórnvöld geta aldrei breytt menningu ein og sér, en þau geta troðið slóðina og stutt við bakið á því baráttufólki sem hefur opnað augu okkar fyrir því sem við vildum ekki sjá. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna!Höfundur er forsætisráðherra
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun