Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 83-70 | Fyrsti deildarmeistaratitillinn í Hafnarfjörðinn

Árni Jóhannsson skrifar
Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld
Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld Vísir/Andri Marinó
Haukar urðu deildarmeistarar í Dominos deild karla í körfuknattleik með því að vinna Val með 13 stigum 83-70 fyrr í kvöld að Ásvöllum. Haukar spiluðu af eðlilegri getu í leiknum og hittu skotunum sínum vel í fyrsta leikhluta á meðan Valsmenn hittu afleitlega en til marks um það þá fór ekki nema eitt af fyrstu 10 skotum gestanna ofan í körfuna og skapaði það gott forskot fyrir Haukana sem slepptu því ekki það sem eftir lifði leiks.

Valsmenn náðu vopnum sínum aftur og gerðu nokkrar heiðarlegar tilraunir til að minnka muninn en Haukar hafa nóg af góðum leikmönnum í sínu liði til að svara áhlaupunum sem þeir og gerðu. Heimamenn fengu þó næg tækifæri til að leyfa yngri mönnum að spila mínútur í leiknum en það gæti verið mikilvægt þegar í úrslitakeppnina er komið sem flestir hafi fengið nasaþef af úrvalsdeildarkörfubolta.Afhverju unnu Haukar?

Eins og áður segir þá eru Haukar með betra körfuboltalið en Valur. Þeir eiga fyrsta sætið skilið í deildarkeppninni en þeir hafa spilað mjög vel á löngum köflum. Það hjálpaði þeim þó ða Valsmenn hittu hrikalega illa í fyrsta leikhluta en það skapaði gott forskot.

Hvað gekk illa?

Hjá Val gekk mjög illa að hitta í fyrsta leikhluta en þegar þeir komust í takt við leikinn varð nýting þeirra eðlilegri. Það gekk í raun og veru ekkert illa hjá heimamönnum en þeir þurftu á köflum að standast áhlaup og pressuvörn Valsmanna en á suttum tíma í seinni hálfleik þá gekk Haukum illa að halda boltanum innan liðsins en það var ekkkert sem eitt leikhlé gat ekki lagað.

Bestu menn vallarins?

Haukamenn fengu gott framlag frá mörgum mönnum í kvöld og voru fimm leikmenn sem skoruðu 10 stig eða meira. Stigahæstur var Paul A. Jones III með 21 stig en næst honum kom Haukur Óskarsson með 20 stig.

Hjá Val var Urald King stigahæstur en hann náði sér í tröllatvennu og var með 24 stig og 17 fráköst. Flest stiganna komu þó í seinni hálfleik en honum gekk illa í þeim fyrri að skora.Hvað næst?

Valur eru komnir í sumarfrí og nú byrjar undirbúningur fyrir næsta tímabil en þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 sem þeir halda sæti sínu í úrvalsdeild eftir að hafa komið upp. Haukar fagna í kvöld deildarmeistaratitli þar sem væntanlega verður gætt sér á eins og einni Dominos pizzasneið en það er skammt stórra högga á milli. Eftir Haukunum bíða nefnilega Keflvíkingar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst eftir slétta viku. Það hafa oft verið þægilegri áttunda sætis lið sem deildarmeistarar mæta í fyrstu umferð en það er aldrei að vita hvaða Keflavíkur lið mætir til leiks í næstu viku.

Haukar-Valur 83-70 (21-11, 20-16, 24-22, 18-21)

Haukar:
Paul Anthony Jones III 21, Haukur Óskarsson 20/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 12/10 fráköst, Breki Gylfason 11, Hjálmar Stefánsson 10/4 fráköst, Emil Barja 9/6 fráköst/6 stoðsendingar.

Valur: Urald King 24/17 fráköst/4 varin skot, Austin Magnus Bracey 23/4 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 7, Þorgeir Kristinn Blöndal 7, Benedikt Blöndal 3/7 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 2, Birgir Björn Pétursson 2/4 fráköst, Illugi Auðunsson 2/4 fráköst.

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísri/Andri Marinó
Ívar Ásgrímsson: „Tilfinningin er frábær“

„Tilfinningin er frábær, þetta er mjög erfiður titil að vinna þar sem maður þarf að vera einbeittur í heilan vetur til að vinna hann. Við Haukar höfum verið að leitast eftir titli í nokkur ár og nú er hann kominn en þetta er bara byrjunin, við megum ekki missa okkur heldur verðum við að halda haus og vera tilbúnir að mæta erfiðum andstæðingum í Keflavík“, sagði glaður þjálfari Hauka eftir að búið var að afhenda Haukamönnum deildarmeistarabikarinn fyrr í kvöld.

Ívar var spurður að því hvað hafði skilað þessum sigri í kvöld sem tryggði titilinn.„Vörnin var frábær hjá okkur, sóknin var pínu mistæk en vörnin var frábær. Við héldum líka haus allan tímann og þó að Valur hafi komið með nokkur áhlaup sem við stóðum af okkur af því að við héldum einbeitingu á leiknum“.Eins og áður segir þá mæta Haukar liði Keflavíkur í fyrstu umferð og Ívar var beðinn um að leggja mat á viðureignina og mikilvægi heimavallarins í einvíginu.„Mér líst bara mjög vel á, við vitum það að þetta verður gríðarlega erfitt. Við erum kannski ekki sammála varaformanni þeirra að þeir séu aumingjar, við höldum og vitum að við erum að fara að spila á móti mjög góðu liði þannig að við búumst við hörkuviðureign og þurfum að búa okkur vel undir það. Við höfum trú á því að heimavöllurinn skipti máli, við höfum bara tapað einum leik sem var reyndar á móti Keflavík og við eigum þess vegna harma að hefna. Við förum ekki að tapa fleiri leikjum hér heima.“

Ágúst Sigurður Björgvinsson: Markmiðið náðist
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals.Vísir/Andri Marinó
Þjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn í kvöld þrátt fyrir tap. Hann kallaði eftir baráttu og vilja fyrir leik og var að sögn ánægður með framlag sinna manna.

„Ég er ánægður með strákana, þeir börðust og gáfumst ekki upp. Við vorum að spila á móti mjög vel mönnuðu Haukaliði sem var að spila upp á deildarmeistaratitilinn og það var ekki að sjá að það væri 10 sæta munur á liðunum. Ég var mjög ánægður með framlag minna manna í kvöld“.Aðspurður hvort að Valsmenn hefðu getað gert eitthvað betur í kvöld þá stóð ekki á svari en Valsmenn hefðu mátt hitta betur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.Ágúst var beðinn um að gera upp tímabilið hjá Val í fáum orðum.„Markmiðið náðist. Það eru fæstu orðin sem ég get haft um tímabilið. Það var að halda sæti sínu í deildinni, þannig að við getum horft fram á veginn og gert betur á næsta ári en það verður þá að komast í úrslitakeppni“.Það er mjög langt síðan Valsmenn héldu sæti sínu í deildinni og var Ágúst spurður að því hvort þetta væri ekki mikilvægt upp á framtíðina í körfunni hjá Val.„Jú, ég var með fullt af hári þá og greitt í píku og allt. Það er orðið of langt síðan við höfum náð tveimur árum í röð. Við erum mjög ánægðir með það að taka allavega tvö ár núna og byggja ofan á þetta frábæra lið sem við höfum hérna, æft eins vel og við gerðum í sumar og ef við getum styrkt það eitthvað frekar“, sagði Ágúst en var að lokum spurður út í Urald King og hvort það væri búið að ræða það eitthvað hvort hann yrði áfram hjá liðinu.„Það er mikill áhugi að halda honum áfram og við munum gera það sem við getum til þess en við vitum líka að hann er ánægður hjá okkur“.

Emil Barja.Vísri/Andri Marinó
Kristján Leifur Sverrisson.Vísri/Andri Marinó
Urald King.Vísri/Andri Marinó
Paul Anthony Jones III.Vísri/Andri Marinó
Emil Barja.Vísri/Andri Marinó
Kristján Leifur Sverrisson.Vísri/Andri Marinó
Paul Anthony Jones III.Vísri/Andri Marinó
Kristján Leifur Sverrisson.Vísri/Andri Marinó
Emil Barja.Vísri/Andri Marinó
Emil Barja.Vísri/Andri Marinó
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísri/Andri Marinó
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísri/Andri Marinó
Deildarmeistarabikar karla.Vísir/Andri Marinó
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals.Vísir/Andri Marinó
Sigurður Dagur Sturluson.Vísir/Andri Marinó
Sigurður Dagur Sturluson.Vísir/Andri Marinó
Ágúst Björgvinsson.Vísir/Andri Marinó
Sigurður Dagur Sturluson.Vísir/Andri Marinó
Illugi Auðunsson.Vísir/Andri Marinó
Ágúst Björgvinsson.Vísir/Andri Marinó
Hjálmar Stefánsson.Vísir/Andri Marinó
Urald King.Vísir/Andri Marinó
Þorgeir Kristinn Blöndal.Vísir/Andri Marinó
Benedikt Blöndal og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals.Vísir/Andri Marinó
Birgir Björn Pétursson.Vísri/Andri Marinó
Illugi Auðunsson.Vísri/Andri Marinó
Birgir Björn Pétursson.Vísri/Andri Marinó
Hjálmar Stefánsson.Vísri/Andri Marinó
Illugi Auðunsson.Vísri/Andri Marinó
Þorgeir Kristinn Blöndal.Vísri/Andri Marinó
Hjálmar Stefánsson.Vísri/Andri Marinó
Paul Anthony Jones III.Vísri/Andri Marinó
Hjálmar Stefánsson.Vísri/Andri Marinó
Paul Anthony Jones IIIVísri/Andri Marinó
Kristinn Óskarsson, dómari.Vísri/Andri Marinó
Benedikt Blöndal, Val, og Arnór Bjarki Ívarsson, Haukum.Vísri/Andri Marinó
Arnór Bjarki Ívarsson, Haukum.Vísri/Andri Marinó
Haukar fagna.Vísri/Andri Marinó
Paul Anthony Jones III.Vísri/Andri Marinó
Haukar fagna.Vísri/Andri Marinó
Finnur Atli Magnússon.Vísri/Andri Marinó
Stuðningsmenn Hauka fagna.Vísri/Andri Marinó
Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri Marinó
Emil Barja og Guðbjörg Norðfjörð.Vísri/Andri Marinó
Emil Barja, fyrirliði Hauka, lyftir deildarmeistarabikarnum.Vísri/Andri Marinó
Finnur Atli Magnússon.Vísri/Andri Marinó
Emil Barja.Vísri/Andri Marinó
Paul Anthony Jones III.Vísri/Andri Marinó
Haukar deildarmeistarar Dominos deildar karla 2017-2018.Vísri/Andri Marinó
Ungir stuðningsmenn Hauka.Vísri/Andri Marinó
Paul Anthony Jones III.Vísri/Andri Marinó
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í viðtali.Vísri/Andri Marinó

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.