Ógnin við lífríki fjarðanna Bubbi Morthens skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Þá hefur það skeð sem hefur verið varað við og sagt að myndi gerast, þótt laxeldismenn hafi fullyrt að það myndi ekki gerast. Laxeldiskví sekkur hjá Arnarlaxi með 500 tonnum af eldislaxi. Þetta er ekkert smá. En enginn tilkynnti Umhverfisstofnun um slysið heldur þurftu yfirvöld að senda pósta: Við vorum að frétta að sokkið hafi hjá ykkur 500 tonna kví. Já, sæll! Koma hingað til að græða Það er vitað að þetta mun gerast aftur og aftur og Norðmenn, sem eiga flestallar kvíar hér á landi, flúðu Noreg hingað til Íslands undan harðnandi eftirlitskerfi heima fyrir. Þeir koma hingað til þess að græða milljarða, fara með arðinn úr landi og skilja eftir drullu og svínarí. Skemma lífríkið án eftirlits eins og nú kemur í ljós, því það er í raun það sem laxeldi í sjókvíum gerir, það er staðreynd. Þegja þunnu hljóði Þeir tilkynna ekki um leið og slys verður heldur þegja þunnu hljóði, samt er tekið fram í starfsleyfi þeirra að það þurfi að tilkynna um slys til Matvælastofnunar, Fiskistofu og Umhverfisstofnunar um leið og það gerist. Það næsta sem heimamenn gætu séð væri það að verksmiðjuskip komi hingað og dæli laxinum um borð og fari með laxinn beint á markað. Hvað verður þá um öll störfin og loforðin? Borgar sig frekar að menga Lífríkinu á Íslandi stendur gríðarleg ógn af sjókvíaeldi. Firðir munu eyðileggjast, lífríkið mun verða fyrir tjóni sem er af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður. Allt laxeldi á að fara í land. Vandamálið er bara að aurgoðarnir tíma því ekki. Það borgar sig frekar að menga. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þá hefur það skeð sem hefur verið varað við og sagt að myndi gerast, þótt laxeldismenn hafi fullyrt að það myndi ekki gerast. Laxeldiskví sekkur hjá Arnarlaxi með 500 tonnum af eldislaxi. Þetta er ekkert smá. En enginn tilkynnti Umhverfisstofnun um slysið heldur þurftu yfirvöld að senda pósta: Við vorum að frétta að sokkið hafi hjá ykkur 500 tonna kví. Já, sæll! Koma hingað til að græða Það er vitað að þetta mun gerast aftur og aftur og Norðmenn, sem eiga flestallar kvíar hér á landi, flúðu Noreg hingað til Íslands undan harðnandi eftirlitskerfi heima fyrir. Þeir koma hingað til þess að græða milljarða, fara með arðinn úr landi og skilja eftir drullu og svínarí. Skemma lífríkið án eftirlits eins og nú kemur í ljós, því það er í raun það sem laxeldi í sjókvíum gerir, það er staðreynd. Þegja þunnu hljóði Þeir tilkynna ekki um leið og slys verður heldur þegja þunnu hljóði, samt er tekið fram í starfsleyfi þeirra að það þurfi að tilkynna um slys til Matvælastofnunar, Fiskistofu og Umhverfisstofnunar um leið og það gerist. Það næsta sem heimamenn gætu séð væri það að verksmiðjuskip komi hingað og dæli laxinum um borð og fari með laxinn beint á markað. Hvað verður þá um öll störfin og loforðin? Borgar sig frekar að menga Lífríkinu á Íslandi stendur gríðarleg ógn af sjókvíaeldi. Firðir munu eyðileggjast, lífríkið mun verða fyrir tjóni sem er af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður. Allt laxeldi á að fara í land. Vandamálið er bara að aurgoðarnir tíma því ekki. Það borgar sig frekar að menga. Höfundur er tónlistarmaður
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar