Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 08:21 Svona mun hluti íbúðaklasans koma til með að líta út. Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu frá Bjargi að um sé að ræða fyrsta byggingarverkefni félagsins en að það áformi umfangsmiklar framkvæmdir á næstunni. Íslenskir aðalverktakar munu sjá um byggingu fjölbýlishúsanna í Spönginni, Verkfræðistofan Mannvit sér um verkfræðihönnun og arkitekt er Yrki arkitektar. „Við hjá Bjargi fögnum þessum mikilvæga áfanga. Næstu skóflustungur bíða okkar handan hornsins og krefjandi verkefni framundan hjá félaginu,“ er haft eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, í tilkynningunni.Svona munu byggingarnar líta út úr lofti.Félagið reiknar með að 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá Bjargi í lok árs þessa árs og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verði meðal annars í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri. Þá segist félagið eiga í viðræðum við sveitafélög víðar á landinu. Næstu byggingarframkvæmdir, á eftir Móavegi, hefjast svo í apríl við Urðarbrunn í Úlfarsársdal en þar verða byggðar 83 íbúðir. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní 2019 og fyrstu íbúðirnar í Úlfarsársdal skömmu síðar.155 íbúðir verða í klasanum.Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ, segir skóflustunguna í dag því byrjunina á gríðarstóru verkefni. „Íbúðafélagið Bjarg mun hefja byggingu og hönnun 600 íbúða á þessu ári og alls klára um 1.500 íbúðir á næstu fjórum árum. Þetta er mikilvægt átak í húsnæðismálum þeirra tekjulægstu og mun að auki stuðla að lækkun leiguverðs á almennum markaði með því að draga úr eftirspurn. ASÍ er stolt af því að hafa komið þessu verkefni af stað,” er haft eftir Gylfa. Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, fagnar því í sömu tilkynningu þessum stóra áfanga sem skóflustungan markar í hennar huga.„Það er gleðilegt að sjá samtakamátt verkalýðshreyfingarinnar virkjaðan til að taka á brýnum vanda á húsnæðismarkaði, vanda sem margir okkar félagar þekkja allt of vel. Við þurfum að halda vel á spöðunum svo uppbyggingin verði hröð og sem flestir fái öruggt þak yfir höfuðið sem fyrst.“ Skipulag Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu frá Bjargi að um sé að ræða fyrsta byggingarverkefni félagsins en að það áformi umfangsmiklar framkvæmdir á næstunni. Íslenskir aðalverktakar munu sjá um byggingu fjölbýlishúsanna í Spönginni, Verkfræðistofan Mannvit sér um verkfræðihönnun og arkitekt er Yrki arkitektar. „Við hjá Bjargi fögnum þessum mikilvæga áfanga. Næstu skóflustungur bíða okkar handan hornsins og krefjandi verkefni framundan hjá félaginu,“ er haft eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, í tilkynningunni.Svona munu byggingarnar líta út úr lofti.Félagið reiknar með að 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá Bjargi í lok árs þessa árs og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verði meðal annars í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri. Þá segist félagið eiga í viðræðum við sveitafélög víðar á landinu. Næstu byggingarframkvæmdir, á eftir Móavegi, hefjast svo í apríl við Urðarbrunn í Úlfarsársdal en þar verða byggðar 83 íbúðir. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní 2019 og fyrstu íbúðirnar í Úlfarsársdal skömmu síðar.155 íbúðir verða í klasanum.Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ, segir skóflustunguna í dag því byrjunina á gríðarstóru verkefni. „Íbúðafélagið Bjarg mun hefja byggingu og hönnun 600 íbúða á þessu ári og alls klára um 1.500 íbúðir á næstu fjórum árum. Þetta er mikilvægt átak í húsnæðismálum þeirra tekjulægstu og mun að auki stuðla að lækkun leiguverðs á almennum markaði með því að draga úr eftirspurn. ASÍ er stolt af því að hafa komið þessu verkefni af stað,” er haft eftir Gylfa. Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, fagnar því í sömu tilkynningu þessum stóra áfanga sem skóflustungan markar í hennar huga.„Það er gleðilegt að sjá samtakamátt verkalýðshreyfingarinnar virkjaðan til að taka á brýnum vanda á húsnæðismarkaði, vanda sem margir okkar félagar þekkja allt of vel. Við þurfum að halda vel á spöðunum svo uppbyggingin verði hröð og sem flestir fái öruggt þak yfir höfuðið sem fyrst.“
Skipulag Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira