Kornið sem fyllt mælinn: Sagði leikmenn vera búna að bóka flugmiða heim fyrir Íslandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:39 Íslensku leikmennirnir eftir Serbíuleikinn. Vísir/Ernir Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185) EM 2018 í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira