Valdís Þóra: Vissi ég gæti verið ofarlega Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 11:15 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir/Getty Valdís Þóra Jónsdóttir var að vonum mjög sátt með árangurinn í Ástralíu um helgina og segir sitt golf vera á frábærum stað. Valdís varð þriðja á Ladies Classic Bonville mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu. Hún var í toppbaráttunni alla helgina og spilaði mjög stöðugt golf. „Mér leið mjög vel á þessum velli. Hann var mjög lúmskur og erfiður, en mjög skemmtilegur,“ sagði Valdís í samtali við íþróttadeild í morgun. „Mér leið vel með minn leik. Ég var að gera mjög vel og vissi að ég gæti verið ofarlega í þessu móti.“ Árangurinn, sem jafnaði besta árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni, skilaði henni upp um 44 sæti á peningalista mótaraðarinnar, í það sjötta. „Það er frábært. Það eru bara þrjú mót búin og ég er búin að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur, missti af þessum eina niðurskurði með einu höggi,“ sagði Valdís. „Ég er mjög ánægð með mína vinnu sem ég og mínir þjálfarar höfum verið að setja inn og hún er að skila sér í spilamennskunni, sérstaklega síðustu tvær, þrjár vikur.“ Valdís vann sér inn þáttökurétt á móti á LPGA mótaröðinni um síðustu helgi þar sem hún endaði í 57. sæti. Það er því stutt á milli stríða hjá henni og hún verður aftur í eldlínunni um komandi helgi þar sem hún tekur þátt á NSW Women Open mótinu, sem einnig er haldið í Ástralíu. „Það er alltaf markmiðið að sigra og gera sitt besta. Ég ætla bara að halda áfram að spila minn leik, hann er á góðum stað og allt í mínum leik er bara virkilega gott núna.“ „Við verðum bara að sjá hversu langt það skilar mér í næsta móti,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir var að vonum mjög sátt með árangurinn í Ástralíu um helgina og segir sitt golf vera á frábærum stað. Valdís varð þriðja á Ladies Classic Bonville mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu. Hún var í toppbaráttunni alla helgina og spilaði mjög stöðugt golf. „Mér leið mjög vel á þessum velli. Hann var mjög lúmskur og erfiður, en mjög skemmtilegur,“ sagði Valdís í samtali við íþróttadeild í morgun. „Mér leið vel með minn leik. Ég var að gera mjög vel og vissi að ég gæti verið ofarlega í þessu móti.“ Árangurinn, sem jafnaði besta árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni, skilaði henni upp um 44 sæti á peningalista mótaraðarinnar, í það sjötta. „Það er frábært. Það eru bara þrjú mót búin og ég er búin að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur, missti af þessum eina niðurskurði með einu höggi,“ sagði Valdís. „Ég er mjög ánægð með mína vinnu sem ég og mínir þjálfarar höfum verið að setja inn og hún er að skila sér í spilamennskunni, sérstaklega síðustu tvær, þrjár vikur.“ Valdís vann sér inn þáttökurétt á móti á LPGA mótaröðinni um síðustu helgi þar sem hún endaði í 57. sæti. Það er því stutt á milli stríða hjá henni og hún verður aftur í eldlínunni um komandi helgi þar sem hún tekur þátt á NSW Women Open mótinu, sem einnig er haldið í Ástralíu. „Það er alltaf markmiðið að sigra og gera sitt besta. Ég ætla bara að halda áfram að spila minn leik, hann er á góðum stað og allt í mínum leik er bara virkilega gott núna.“ „Við verðum bara að sjá hversu langt það skilar mér í næsta móti,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira